Nú skal leggjast í bækur..
Ég er að búa mig undir að lesa yfir mig eins og stúdentinn í Englum Alheimsins sem var lokaður inni og beit í sundur tunguna í sér. Fram undan er að lesa allt námsefni síðustu 3 ára aftur, a.m.k. tvisvar, fyrir byrjun maí. Hver bók er svo stór og þykk að allir IB nemendur þekkjast á því að axlirnar á þeim nema við mjaðmir vegna þunga bókanna. Einnig á ég að skila ritgerðum sem að skipta hundruðum (mér finnst það allavega þó að þær séu bara 7 til 10). Að því tilefni fór ég í Hagkaup og keypti allt sem að mig langaði að kaupa fyrir 1000 kr, nema Smámál því að það var ekki til. Ég keypti mér baguette og bakarinn hljóp á eftir mér, reif af mér brauðið og afhenti mér nýtt "Hélt að þú vildir kannski frekar nýbakað og sjóðheitt brauð". Svona getur fólk verið yndælt.
Ég get alveg verið sammála Hildigunni, stjórnandinn er æði en hann er þó ekki myndarlegur. Ása hafði heyrt frá Hildigunni að hann væri fjallmyndarlegur. Svo var nú ei því að hann minnir helst á galdrakall, sérstaklega þegar hann er að sveifla stjórnendasprotanum hingað og þangað. Það vantar bara acrabadabra... annars megið þið dæma um það sjálf. Hann er þessi með gleraugun. Svo er hárið á honum mjög skrýtið (reyndar ekki á myndinni). Það er eins og hann sé með horn. En það er bara miklu skemmtilegra. Samt hefði kvennpeningurinn ekki neitað að fá ungan, stæltan og myndarlegan mann (eins og Hildigunnur hélt) en þá hefðum við örugglega ekki haft mikla einbeitingu.
Jæja, ég er farin að gera kaffi handa móður minni sem er nánast farin að grenja yfir kaffileysi. Uss, þessir foreldrar..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli