Á barmi heimsfrægðar..
Ég var að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gær. Reyndar ekki ein heldur voru hann, hún, hann, hún, hann og 156 aðrir í viðbót líka að syngja með.
Það var gaman, mjög mjög gaman og við fengum mjög góða dóma. Tjékkið bara á Mogganum og DV í dag. Eftir tónleikana var skálað og svo eyddum við restinni af kvöldinu að syngja fyrir stjórnandann. Ég hef ákveðið að draga orð mín til baka um það að hann sé ekki myndarlegur. Ekki það að ég hafi skipt um skoðun heldur vil ég ekki verða fyrir aðkasti frá eldri kórkonum sem hafa víst legið slefandi síðustu ár og slefuðu einnig í gær. Aumingja maðurinn hefur örugglega þurft að senda fötin sín í skyndihreinsun í gærkvöldi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli