þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Ég skil ekki...

... afhverju það eru 5 heilsíðu eða opnu auglýsingar fyrir hrukkukrem í nýjasta tölublaðinu af Nýju Lífi. Þar af eru 4 af þessum auglýsingum á fyrstu 5 opnunum. Allar konurnar í auglýsingunum eru hinsvegar eins og barnarass í framan og þurfa jafnmikið að nota hrukkukrem og Dr. Gunni þarf að nota sjampó.
Svava Jakobsdóttir (rithöfundur fyrir hina fáfróðu) sagði að hún hefði orðið mjög glöð þegar hún fékk fyrstu hrukkuna. Ég heiti hér með að gera slíkt hið og býð ykkur öllum til veislu þar sem haldið verður upp á fyrstu hrukkuna. Ykkur er öllum velkomið að fylgjast með húð minni eldast og megið skoða hvort einhverjar séu farnar að segja til sín.
Já ég hlakka svo mikið til að halda hrukkuveisluna mína að ég er farin að skælbrosa til þess að flýta fyrir.

0 ummæli: