sunnudagur, mars 28, 2004

Kórárshátíð

Plúsar
+ Litli sæti kokkurinn og góði maturinn
+ Ljóta konan
+ Hljómsveitin Hljómsveitin leikur fyrir dansi sem lék fyrir dansi
+ Allar skemmtilegu myndirnar okkar Karólar
+ Björg fyrir bjarstýni
+ Mummi fyrir björgunina
+ Mummi fyrir ævintýrið
+ Trúnóið okkar Atla stóra
+ Einar fyrir að skríða inn um gluggann
+ Skemmtilegu skemmtiatriðin
+ Skemmtilega árshátíðin
+ Skemmtilega fólkið
+ Þegar dansinn dunaði
+ Dr. DerX fyrir að finna perluarmbandið mitt
+ Samóle fyrir að prumpa á mig
+ Fallegu háhæluðu skórnir mínir
+ Brjóstin okkar Valdísar að detta upp úr kjólnum

Mínusar
- Brjóstin okkar Valdísar að detta upp úr kjólnum
- Fallegu háhæluðu skórnir mínir
- Sokkabuxurnar mínar
- Að drekka bjór og hoppa svo stanslaust og verða illt í mallanum
- Ástandið eftir árshátíðina (sem reddaðist svo, sjá plúsar)
- Leiðinlegu skemmtiatriðin

miðvikudagur, mars 24, 2004

Mikilvægir og ómikilvægir hlutir

Mig langaði bara að benda á það að afmælisdagurinn minn er ekki einungis merkilegur fyrir þær sakir að ég fæddist og frelsaði heiminn. Ó nei! Þessi merkisdagur er einnig alþjóðlega Hanson's dagurinn! Já kæru lesendur, tvöföld ástæða til þess að hlakka til og byrja að undirbúa viðburðina!

Svo vil ég segja að mér finnst nýja ljóðið hans Steina óggisla skemmtilegt og mér finnst geðveikt skemmtilegt að Ingi "rokk" hafi notað orðið "mallanum" (þá talandi um meltingarfærin í sjálfum sér) og bangsa sem tók sér bólfestu þar.

Svo vil ég líka segja að ég er búin að taka milljón filmur í þessari viku og í fyrramálið ætla ég að taka tvo rhingi með Þristinum og documenta strætóbílstjóra.

Svo ætla ég núna að hætta að tala og fara að sofa. Bless.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Þetta er skemmtilegt

- Ég var búin að ákveða að þrjár filmur sem að ég hafði loksins druslast til þess að taka væru ónýtar, þær voru allar grár og ljótar og leiðinlegar. Í framhaldi af því fékk ég engar hugmyndir að neinum verkefnum og í framhaldi af því fannst mér allt sem ég hafði nokkur tíman tekið ógeðslega ljótt og leiðinlegt. Ég var s.s. búin að dauðadæma sjálfan mig sem ljósmyndanema en fékk svo vænt spark í rassinn frá kennaranum sem þeytti mér yfir "allt sem ég geri er ljótt og leiðinlegt" tímabilið. Svo afrekaði ég bara heilan helling í gær og er á leiðinni að gera slíkt hið sama í dag. Það var nú bara svolítið skemmtilegt

- Mamma mín er svolítið skemmtilegt, oftast. Hún kann t.d. ekki að halda ræður en er ólm í að gera það í öllum veislum sem hún heldur (þær hafa nú reydnar ekki verið margar, tvær fermingarveislur og ein stúdentsveisla). Fyrir þá sem ekki voru í stúdentsveislunni minni þá er ykkur að segja að hún hélt ræðu þar sem hún ýjaði að því á undarlegan hátt að það væri nú aldeilis sorglegt þetta kærastaleysi á mér. Já, gott ef hún sjálf ætlaði ekki að finna handa mér mann. Síðan þá höfum við ákveðið hina og þessa vænlega tengdasyni handa móður minni. T.d. Orlando Bloom (valinn af sjálfri mér að sjálfsögðu), söngvarinn í Starsailor, einhver maður sem var í sjónvarpinu o.s.frv. Hún er þó búin að sætta sig við einn ákveðinn pistalhöfund hér í bæ og í hvert sinn sem greinar eftir hann birtast í blöðum eða eru fluttir í útvarpinu þá lýsir hún yfir að tengdasonurinn sé að láta í sér kveða. Ég er svo sem alveg sátt við þann tengdason, sem heitir víst Guðmundur Steingrímsson, hann er nefnilega rosalega fyndinn. Það er bara verst að hann er víst giftur og á barn. Mamma segir að það geti alltaf breyst. Já það er nú skemmtilegt.

- Og mamma mín er ennþá skemmtilegri. Í Bandaríkjunum væri hún vænlegur sjúklingur road rage og væri líklega á lyfjum. Á mínum yngri árum gekk nýyrði um grunnskólann. Það hafði mamma öskrað að einum bílstjóra sem hafði, að hennar sögn, svínað á hana. Ég hló heil ósköp og sagði vinum mínum frá þessu sem ákvaðu bara að taka upp blótsyrðið "apatyppi". Það er nú skemmtilegt.

föstudagur, mars 19, 2004

Fullnæingarsvipurinn
... veit ekki alveg hvort að þetta er viðeigandi

Ég hef uppgötað (og sjálfsagt fleiri sem tjá sig ekki um það) að tónlistarmenn setja upp fullnæingarsvipinn þegar þeir gleyma sér á vissum hápunktun í lögum. Þetta á þó sérstaklega við um fólk í allskonar böndum, rokk- og poppböndum. Og stundum þegar ég er á tónleikum og hugsa um þetta þá finnst mér bara satt að segja óþægilegt að horfa því að mér líður eins og ég sé að fylgjast með einhverju sem að ég á ekki að sjá. Það er þó verst að fylgjast með fiðluleikurum sem mynda undirhöku með fiðlunni og láta eins og þeir séu að fara í trans. Þá getur maður einfaldlega ekki notið spilerísins.

Fokking Atið í gær

Steini var búin að vara mig við, það var á mute og ég var ekki að horfa. Engu að síður sat ég og hryllti mig og öskarði yfir fokking krakkanum sem fannst undravert að braka í öllum heimsins líkamspörtum. Helvítis andskotans!

Mér er skítsama um rigninguna. Mæli svo með Borgarholtsskóla.

P.S. Ég er satt að segja ekki viss hvernig maður skrifar fullnæingarsvipur og uppgöta. Ráðleggingar eru vel þegnar.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Plúsar dagsins í dag

- Sólin, að sjálfsögðu
- Uppáhaldslagið mitt í útvarpinu fjórum sinnum í dag
- Jamie Oliver
- Change nærfatabúðin í Smáralind
- St. Patricks Day
- Djúpsteiktur Camenbert og nóg af honum
- Kvennleiki
- Orlando Bloom og Viggo elskan
- Kúluís
- Allir svo rosalega ofsalega ótrúlega hamingjusamir í sólinni

Mínusar dagsins í dag

- Seltirningar sem kunna ekki að keyra

Takk fyrir og góða nótt

sunnudagur, mars 14, 2004

Topp tíu lélegustu bíómyndir sem að ég hef séð
Þessi listi er gerður í flýti og því ekki öruggar heimildir

10. Home Alone 3
9. 2Fast 2Furious
8. Spice World
7. Sugar & Spice
6. Scream 3
5. Ævintýri dóttur litlu hafameyjunnar (man ekki hvað hún heitir)
4. Grease 2
3. Íslenska bíómyndin sem að ég man ekki hvað heitir
2. Kate and Leopold
1. Nurse Betty

Ég hef hinsvegar ekki séð Gigli, Glitter né Crossroads en ég ef ekki að þær myndi komast inn á listann.

föstudagur, mars 12, 2004

Vandræðalegt augnablik...
... fyrir aðra en mig

Um daginn stóð ég í anddyrinu í Baðhúsinu (já, maður er sko byrjaður í ræktinni!). Á stól í miðri hurðinni stóð eini karlmaðurinn í húsinu, rafvirkinn sem var að yfirfara öll ljós. Stanslaus straumur var af konum að koma í leikfimi, konum að fara í tækjasalinn, konum að fara úr tækjasalnum, konum að fara í tíma og fleiri konum. Eftir þó nokkurn tíma stansar ein kona fyrir framan rafvirkjann og mumlar eitthvað að honum. Ekki virðist hann heyra hvað konan er að segja svo að hún endurtekur, hátt og skýrt "Þú ert með opna buxnaklauf". Ég komst ekki hjá því að hlægja.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Neikvæða færslan
Alert! Negativity is at a high rate in the following text

Það eru allir að tala um eitthvað vor sem á víst að vera komið. Hjá mér er ekkert vor komið. Það rignir bara allan dagin langan, hárið á mér stendur alltaf beint út í loftið sökum roksins og það er aldrei veður til þess að vera í háhæluðum skóm. Það sagði mamma mín allavega en ég sagði henni að það væri alltaf veður og tími fyrir kvennleika.
Og guð minn góður hvað mér leiðist þegar rokið feykir manni hálfa leiðina til Dalvíkur og rigningin gerir sléttujárnið afskaplega óþarft (hvort að slétt hár sé hluti af kvenleika má deila um).

Það er líka óþolandi að fólk keyrir eins og bjánar (og örugglega ég meðtalin). Ég er að hugsa um að gefa út bók fyrir Íslendinga sem útskýrir bara muninn á hægri og vinstri akgrein. Bara svona til þess að koma pirringnum á framfæri. Og fyrir þá sem vita ekki þá er vinstri akgrein fyrir þá sem ætla sér að keyra örlítið hraðar og hægri fyrir þá sem ætla að keyra hægt. Takk fyrir.

Og í skólanum mínum er maður sem að lætur alltaf braka í hálsinum á sér. Fyrir þá sem ekki vita þá hata ég fátt jafn mikið og brak í puttum, hálsi og öllum líkamshlutum. Og það barnalegasta sem ég veit er þegar ég bið fólk um að gera þetta ekki og það fer að braka í öllu framan í mér til þess að reyna að pirra mig. Og ég hef áður sagt þetta en endurtek til þess að leggja áherslu á orð mín; því er haldið fram að ég gæti verið pínd til dauða með þessu hljóði einu saman. Engu að síður, þessi maður gerir þetta nokkrum sinnum í hverjum tíma. Og mér finnst þetta svo ógeðslegt að mér verður í alvöru óglatt og ég missi alla einbeitingu því að ég er svo hrædd um að hann geri þetta aftur. Ég skil svo sem alveg að hann þurfi að gera þetta en ég er samt búin að útskýra fyrir honum að ég sé í raun með algera fóbíu fyrir þessu, ef svo má að orði komast. Hann svarar mér bara "Sko, ég er búin að gera þetta í þrettán ár þannig að ég fer ekkert að hætta þessu núna". Svo hlær hann alltaf þegar hann gerir þetta og ég fæ svona hroll og ógeðstilfinningu. Ég er að hugsa um ða pissa eða gubba á hann og segja svo við hann "Sorrý, ég hef sko pissað/gubbað í bráðum 21 ár. Ég fer ekkert að hætta því núna". Hvað ætli hann segi þá, ha?

sunnudagur, mars 07, 2004

Vinnublogg og prófablogg

Ellefu tíma vinnudagur í dag lýsti sér svona

- Ökukennarar með fund. Fékk borgað fyrir að stara út í loftið og brosa.
- Gamalmennakökuboð, 75 ára afmæli, nánustu ættingjar mættir. Aftur borgað fyrir að stara út í loftið og brosa. Lærði hinsvegar ákaflega margt um fjölskylduna
- Kvöldið endað með trompi. 104 ákaflega hressir og háværir Hollendingar komust í græjurnar og spiluðu einhverskonar mixtúru af eurotrash/reif/teknó tónlist sem minnti samt á Eurovision. Stóð í heila fimm tíma ásamt mikilli drykkju Majónesfólksins. Ágæt upplifun en engu að síður ekki málið á sunnudagskvöldi.

Og að lokum, þetta er ég:
gloria steinem
You are Gloria Steinem. You are the McDonalds(tm)
of liberal feminism, though you used to expouse
some pretty radical ideas, you ended up working
the system. Because it's easier? Maybe. But
thanks for the only mainstream feminist
magazine and for heading one of the most
significant feminist lobbys in the history of
the US. We wouldn't be where we are without NOW
and Ms., as much as some of us are loathe to
admit it.


Which Western feminist icon are you?
brought to you by Quizilla

laugardagur, mars 06, 2004

Óganglegar persónulegar upplýsingar

Fyrir ekki svo löngu síðan drap ég heittelskaða kaffikönnu okkar mæðgnanna með því að gleyma henni einfaldlega á hellunni. Útlimir bráðnuðu, líkaminn ofhitnaði og hún gubbaði öllu innihaldi sínu yfir alla eldavélina. Núna stendur hún nakin og dáin úti á svölum. Við keyptum að sjálfsögðu nýja könnu. Ég gaf henni hinsvegar vægt sjokk hérna áðan því að hún er heldur hraðvirkari en ég hafði búist við. Kaffið brann og er ónýtt. Enginn varnalegur skaði hlaust af en hún er að jafna sig á eldhúsvasknum áður en hún verður brúkuð á ný eftir örfáar mínútur.
Og ég veit ekkert afhverju ég er segja alheiminum frá þessu ómerkilega atviki.

Og ætli ég haldi ekki áfram á ógagnlegu nótunum. Ég sá hjá Skúla skemmtilegt símtal sem hann átti (ekki misskilja Skúli, þú ert ekki ógagnlegur). Ég átti einmitt eitt slíkt um daginn þar sem ég hringdi í vitlaust númer.

Karlmaður: Halló
Ég: Halló? Bíddu, þú ert ekki pabbi minn!
Karlmaður: Nei það held ég nú ekki. Ég á allavega enga dóttur svo að ég viti til
Ég: Já þá ertu ekki pabbi minn. Ég er ekki óskilgetin sko.
Karlmaður: Nú jæja, það er nú gott
Ég: Heyrðu, afsakaðu ónæðið bara. Bless.
Karlmaður: Bless bless

Og nú ætla ég að hjúkra kaffikönnunni og fá mér kaffi. Bless

fimmtudagur, mars 04, 2004

Af dramatík

Á yngri árum grét ég yfir öllum bíómyndum. Ef að heimilishundurinn varð veikur þá grét ég. Ef að 4 manna forrík fjölskylda missti sumarhúsið sitt í bruna þá grét ég. En á seinni árum hefur þessi hæfileiki (ef að svo má kalla) vaxið af mér. Ég grét t.d. ekki yfir neinni Lord Of The Rings mynd (annað en flest allar aðrar konur, hvort sem það er sökum dramatískra atriði eða fegurð karlmanna í myndinni). Og síðasta mynd sem að ég grét yfir var Lilya-4-ever. Ég veit reyndar um ósköp fáa sem grétu ekki yfir myndinni, en það er annað og stærra mál.
Engu að síður virðist sem svo að ég hafi fengið þennan hæfileika á ný. Og nú erum við ekki að tala um neinar viðurkenndar grenjumyndir, ó nei. Við erum að tala um alvöru sjónvarp, illa leikna sakamálaþætti og annað slíkt. Ég grenjaði í dag yfir hræðilegum örlögum 17 ára stúlku í Dr. Phil og þetta er ekki í fyrsta sinn sem að ég grenja yfir Dr. Phil. Ó nei (enda er maðurinn að sjálfsögu bara snillingur! Hann er að lækna alla Ameríku á örfáum mínútum!) Ég felldi nokkur tár yfir Survivor þegar Jenna fór heim rétt í tæka tíð áður en mamma hennar dó. Ég hef grátið yfir Law & Order, Nikolaj og Julie, The O.C. og m.a.s. dramatísku atriði í A Queer Eye For The Straight Guy! Og ég horfi ekki einu sinni það mikið á sjónvarp! Spurningin er hvort að ég sé að ganga aftur í barndóm eða taka út afskaplega ótímabært og alltof snemmt breytingarskeið!

þriðjudagur, mars 02, 2004

This and that about me, myself and I

- Mér finnst eitthvað smá pervertískt þegar karlmenn gerast kvennsjúkdómalæknar.
- Ég kann ekki á bæji eins og Kópavog og Garðabæ, sérstaklega Garðabæ. Það eitt að kaupa mér kók verður alltaf mikið vandamál. Ef einhver á leiðbeiningabækling (helst fyrir túrista), þá vil ég endilega fá einn svoleiðis.
- Ég er núverandi heimsmethafi í aumingjakeppni okkar Andra Fagra.
- Ég er fullviss um að ef strætókerfi Íslands væri bætt þá myndu Íslendingar hægt og smátt hætta að eiga tvo bíla á fjölskyldu (það er kominn mars, ég má vera ögn pólitísk).
- Ég elska Ítalíu, hef engu að síður aldrei komið þangað.
- Ég er ógeðslega þreytt og ætla að fara að glápa á vídjó og hreyfa mig ekkert.