Vandræðalegt augnablik...
... fyrir aðra en mig
Um daginn stóð ég í anddyrinu í Baðhúsinu (já, maður er sko byrjaður í ræktinni!). Á stól í miðri hurðinni stóð eini karlmaðurinn í húsinu, rafvirkinn sem var að yfirfara öll ljós. Stanslaus straumur var af konum að koma í leikfimi, konum að fara í tækjasalinn, konum að fara úr tækjasalnum, konum að fara í tíma og fleiri konum. Eftir þó nokkurn tíma stansar ein kona fyrir framan rafvirkjann og mumlar eitthvað að honum. Ekki virðist hann heyra hvað konan er að segja svo að hún endurtekur, hátt og skýrt "Þú ert með opna buxnaklauf". Ég komst ekki hjá því að hlægja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli