föstudagur, mars 19, 2004

Fullnæingarsvipurinn
... veit ekki alveg hvort að þetta er viðeigandi

Ég hef uppgötað (og sjálfsagt fleiri sem tjá sig ekki um það) að tónlistarmenn setja upp fullnæingarsvipinn þegar þeir gleyma sér á vissum hápunktun í lögum. Þetta á þó sérstaklega við um fólk í allskonar böndum, rokk- og poppböndum. Og stundum þegar ég er á tónleikum og hugsa um þetta þá finnst mér bara satt að segja óþægilegt að horfa því að mér líður eins og ég sé að fylgjast með einhverju sem að ég á ekki að sjá. Það er þó verst að fylgjast með fiðluleikurum sem mynda undirhöku með fiðlunni og láta eins og þeir séu að fara í trans. Þá getur maður einfaldlega ekki notið spilerísins.

Fokking Atið í gær

Steini var búin að vara mig við, það var á mute og ég var ekki að horfa. Engu að síður sat ég og hryllti mig og öskarði yfir fokking krakkanum sem fannst undravert að braka í öllum heimsins líkamspörtum. Helvítis andskotans!

Mér er skítsama um rigninguna. Mæli svo með Borgarholtsskóla.

P.S. Ég er satt að segja ekki viss hvernig maður skrifar fullnæingarsvipur og uppgöta. Ráðleggingar eru vel þegnar.

0 ummæli: