laugardagur, mars 06, 2004

Óganglegar persónulegar upplýsingar

Fyrir ekki svo löngu síðan drap ég heittelskaða kaffikönnu okkar mæðgnanna með því að gleyma henni einfaldlega á hellunni. Útlimir bráðnuðu, líkaminn ofhitnaði og hún gubbaði öllu innihaldi sínu yfir alla eldavélina. Núna stendur hún nakin og dáin úti á svölum. Við keyptum að sjálfsögðu nýja könnu. Ég gaf henni hinsvegar vægt sjokk hérna áðan því að hún er heldur hraðvirkari en ég hafði búist við. Kaffið brann og er ónýtt. Enginn varnalegur skaði hlaust af en hún er að jafna sig á eldhúsvasknum áður en hún verður brúkuð á ný eftir örfáar mínútur.
Og ég veit ekkert afhverju ég er segja alheiminum frá þessu ómerkilega atviki.

Og ætli ég haldi ekki áfram á ógagnlegu nótunum. Ég sá hjá Skúla skemmtilegt símtal sem hann átti (ekki misskilja Skúli, þú ert ekki ógagnlegur). Ég átti einmitt eitt slíkt um daginn þar sem ég hringdi í vitlaust númer.

Karlmaður: Halló
Ég: Halló? Bíddu, þú ert ekki pabbi minn!
Karlmaður: Nei það held ég nú ekki. Ég á allavega enga dóttur svo að ég viti til
Ég: Já þá ertu ekki pabbi minn. Ég er ekki óskilgetin sko.
Karlmaður: Nú jæja, það er nú gott
Ég: Heyrðu, afsakaðu ónæðið bara. Bless.
Karlmaður: Bless bless

Og nú ætla ég að hjúkra kaffikönnunni og fá mér kaffi. Bless

0 ummæli: