þriðjudagur, mars 02, 2004

This and that about me, myself and I

- Mér finnst eitthvað smá pervertískt þegar karlmenn gerast kvennsjúkdómalæknar.
- Ég kann ekki á bæji eins og Kópavog og Garðabæ, sérstaklega Garðabæ. Það eitt að kaupa mér kók verður alltaf mikið vandamál. Ef einhver á leiðbeiningabækling (helst fyrir túrista), þá vil ég endilega fá einn svoleiðis.
- Ég er núverandi heimsmethafi í aumingjakeppni okkar Andra Fagra.
- Ég er fullviss um að ef strætókerfi Íslands væri bætt þá myndu Íslendingar hægt og smátt hætta að eiga tvo bíla á fjölskyldu (það er kominn mars, ég má vera ögn pólitísk).
- Ég elska Ítalíu, hef engu að síður aldrei komið þangað.
- Ég er ógeðslega þreytt og ætla að fara að glápa á vídjó og hreyfa mig ekkert.

0 ummæli: