Neikvæða færslan
Alert! Negativity is at a high rate in the following text
Það eru allir að tala um eitthvað vor sem á víst að vera komið. Hjá mér er ekkert vor komið. Það rignir bara allan dagin langan, hárið á mér stendur alltaf beint út í loftið sökum roksins og það er aldrei veður til þess að vera í háhæluðum skóm. Það sagði mamma mín allavega en ég sagði henni að það væri alltaf veður og tími fyrir kvennleika.
Og guð minn góður hvað mér leiðist þegar rokið feykir manni hálfa leiðina til Dalvíkur og rigningin gerir sléttujárnið afskaplega óþarft (hvort að slétt hár sé hluti af kvenleika má deila um).
Það er líka óþolandi að fólk keyrir eins og bjánar (og örugglega ég meðtalin). Ég er að hugsa um að gefa út bók fyrir Íslendinga sem útskýrir bara muninn á hægri og vinstri akgrein. Bara svona til þess að koma pirringnum á framfæri. Og fyrir þá sem vita ekki þá er vinstri akgrein fyrir þá sem ætla sér að keyra örlítið hraðar og hægri fyrir þá sem ætla að keyra hægt. Takk fyrir.
Og í skólanum mínum er maður sem að lætur alltaf braka í hálsinum á sér. Fyrir þá sem ekki vita þá hata ég fátt jafn mikið og brak í puttum, hálsi og öllum líkamshlutum. Og það barnalegasta sem ég veit er þegar ég bið fólk um að gera þetta ekki og það fer að braka í öllu framan í mér til þess að reyna að pirra mig. Og ég hef áður sagt þetta en endurtek til þess að leggja áherslu á orð mín; því er haldið fram að ég gæti verið pínd til dauða með þessu hljóði einu saman. Engu að síður, þessi maður gerir þetta nokkrum sinnum í hverjum tíma. Og mér finnst þetta svo ógeðslegt að mér verður í alvöru óglatt og ég missi alla einbeitingu því að ég er svo hrædd um að hann geri þetta aftur. Ég skil svo sem alveg að hann þurfi að gera þetta en ég er samt búin að útskýra fyrir honum að ég sé í raun með algera fóbíu fyrir þessu, ef svo má að orði komast. Hann svarar mér bara "Sko, ég er búin að gera þetta í þrettán ár þannig að ég fer ekkert að hætta þessu núna". Svo hlær hann alltaf þegar hann gerir þetta og ég fæ svona hroll og ógeðstilfinningu. Ég er að hugsa um ða pissa eða gubba á hann og segja svo við hann "Sorrý, ég hef sko pissað/gubbað í bráðum 21 ár. Ég fer ekkert að hætta því núna". Hvað ætli hann segi þá, ha?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli