Mikilvægir og ómikilvægir hlutir
Mig langaði bara að benda á það að afmælisdagurinn minn er ekki einungis merkilegur fyrir þær sakir að ég fæddist og frelsaði heiminn. Ó nei! Þessi merkisdagur er einnig alþjóðlega Hanson's dagurinn! Já kæru lesendur, tvöföld ástæða til þess að hlakka til og byrja að undirbúa viðburðina!
Svo vil ég segja að mér finnst nýja ljóðið hans Steina óggisla skemmtilegt og mér finnst geðveikt skemmtilegt að Ingi "rokk" hafi notað orðið "mallanum" (þá talandi um meltingarfærin í sjálfum sér) og bangsa sem tók sér bólfestu þar.
Svo vil ég líka segja að ég er búin að taka milljón filmur í þessari viku og í fyrramálið ætla ég að taka tvo rhingi með Þristinum og documenta strætóbílstjóra.
Svo ætla ég núna að hætta að tala og fara að sofa. Bless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli