fimmtudagur, mars 04, 2004

Af dramatík

Á yngri árum grét ég yfir öllum bíómyndum. Ef að heimilishundurinn varð veikur þá grét ég. Ef að 4 manna forrík fjölskylda missti sumarhúsið sitt í bruna þá grét ég. En á seinni árum hefur þessi hæfileiki (ef að svo má kalla) vaxið af mér. Ég grét t.d. ekki yfir neinni Lord Of The Rings mynd (annað en flest allar aðrar konur, hvort sem það er sökum dramatískra atriði eða fegurð karlmanna í myndinni). Og síðasta mynd sem að ég grét yfir var Lilya-4-ever. Ég veit reyndar um ósköp fáa sem grétu ekki yfir myndinni, en það er annað og stærra mál.
Engu að síður virðist sem svo að ég hafi fengið þennan hæfileika á ný. Og nú erum við ekki að tala um neinar viðurkenndar grenjumyndir, ó nei. Við erum að tala um alvöru sjónvarp, illa leikna sakamálaþætti og annað slíkt. Ég grenjaði í dag yfir hræðilegum örlögum 17 ára stúlku í Dr. Phil og þetta er ekki í fyrsta sinn sem að ég grenja yfir Dr. Phil. Ó nei (enda er maðurinn að sjálfsögu bara snillingur! Hann er að lækna alla Ameríku á örfáum mínútum!) Ég felldi nokkur tár yfir Survivor þegar Jenna fór heim rétt í tæka tíð áður en mamma hennar dó. Ég hef grátið yfir Law & Order, Nikolaj og Julie, The O.C. og m.a.s. dramatísku atriði í A Queer Eye For The Straight Guy! Og ég horfi ekki einu sinni það mikið á sjónvarp! Spurningin er hvort að ég sé að ganga aftur í barndóm eða taka út afskaplega ótímabært og alltof snemmt breytingarskeið!

0 ummæli: