Þetta er skemmtilegt
- Ég var búin að ákveða að þrjár filmur sem að ég hafði loksins druslast til þess að taka væru ónýtar, þær voru allar grár og ljótar og leiðinlegar. Í framhaldi af því fékk ég engar hugmyndir að neinum verkefnum og í framhaldi af því fannst mér allt sem ég hafði nokkur tíman tekið ógeðslega ljótt og leiðinlegt. Ég var s.s. búin að dauðadæma sjálfan mig sem ljósmyndanema en fékk svo vænt spark í rassinn frá kennaranum sem þeytti mér yfir "allt sem ég geri er ljótt og leiðinlegt" tímabilið. Svo afrekaði ég bara heilan helling í gær og er á leiðinni að gera slíkt hið sama í dag. Það var nú bara svolítið skemmtilegt
- Mamma mín er svolítið skemmtilegt, oftast. Hún kann t.d. ekki að halda ræður en er ólm í að gera það í öllum veislum sem hún heldur (þær hafa nú reydnar ekki verið margar, tvær fermingarveislur og ein stúdentsveisla). Fyrir þá sem ekki voru í stúdentsveislunni minni þá er ykkur að segja að hún hélt ræðu þar sem hún ýjaði að því á undarlegan hátt að það væri nú aldeilis sorglegt þetta kærastaleysi á mér. Já, gott ef hún sjálf ætlaði ekki að finna handa mér mann. Síðan þá höfum við ákveðið hina og þessa vænlega tengdasyni handa móður minni. T.d. Orlando Bloom (valinn af sjálfri mér að sjálfsögðu), söngvarinn í Starsailor, einhver maður sem var í sjónvarpinu o.s.frv. Hún er þó búin að sætta sig við einn ákveðinn pistalhöfund hér í bæ og í hvert sinn sem greinar eftir hann birtast í blöðum eða eru fluttir í útvarpinu þá lýsir hún yfir að tengdasonurinn sé að láta í sér kveða. Ég er svo sem alveg sátt við þann tengdason, sem heitir víst Guðmundur Steingrímsson, hann er nefnilega rosalega fyndinn. Það er bara verst að hann er víst giftur og á barn. Mamma segir að það geti alltaf breyst. Já það er nú skemmtilegt.
- Og mamma mín er ennþá skemmtilegri. Í Bandaríkjunum væri hún vænlegur sjúklingur road rage og væri líklega á lyfjum. Á mínum yngri árum gekk nýyrði um grunnskólann. Það hafði mamma öskrað að einum bílstjóra sem hafði, að hennar sögn, svínað á hana. Ég hló heil ósköp og sagði vinum mínum frá þessu sem ákvaðu bara að taka upp blótsyrðið "apatyppi". Það er nú skemmtilegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli