The return of the Plogger on the Blogger
Þessi vika hefur verið merkileg. Mig hefur t.d. dreymt mjög furðulega drauma. Mig dreymdi fyrst að Birgitta Haukdal væri fáklædd framan á kvennréttindablaðinu Vera. Sem hluthafi í blaðinu, bæði í alvöru og í draumnum, varð ég alveg brjáluð og öskraði eitthvað rugl það sem eftirlifði draumsins. Síðan dreymdi mig að ég væri á Hawaii. Ég var á leiðinni á dansnámskeið með Andra E þegar hann hóf viðreynslu við mig sem var ákaflega fyndin. Andri vildi eftirá meina að þetta væru freudískar þrár hjá mér. Og í nótt dreymdi mig að ónefndur kórfélagi hefði fitnað svo rosalega að hann var á við fjóra feita Ameríkana. Hann komst ekki í gegnum dyr. Draumurinn snérist um það að kærastan hans vissi ekki hvernig hún ætti að segja honum upp. Þetta var allt frekar súrt satt að segja. Og í kvöld sá ég einmitt sýruna Lísa í Undralandi í uppsetningu LFMH. Magnað leikrit en aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að sjá Halla í spandexgalla. Ja hérna, þetta er alveg!
Nú eru liðnir tæpir 23 dagar af þessu nýja ári og ég hef ekki ritað svo mikið sem einn lista. Þeir eru víst í tísku samkvæmt Bollasyni og Beikoni. Það er einmitt skemmtilegt frá því að segja að ég lít alltaf á þá drengi sem bloggtvífara. Ég var m.a.s. á tímabili farin að íhuga alvarlega að breyta linkunum þeirra í Atla Beikon og Pétur Bollason. Svo fannst mér það bara ekkert fyndið. En ég vil vera í tísku og ég ætla að semja einn lista. Í vikunni sem leið fengum við gestakennara. Hann heitir Spessi, er mjög spes og setti okkur fyrir það verkefni að gera hljóðverk. Og listinn fjallar einmitt um það.
Topp fjögur hljóðverkin mín
1. Prumpusinfónían (skýrir sig nú sjálft, ekki satt?)
2. Hin mikilfenglega mannsrödd (hér þyrfti ég að fá fullt af fólki til þess að gera allskonar asnaleg búkhljóð og mixa þau síðan saman)
3. Píkupoppsveit Íslands (ég myndi gera görlband og görlbandlag í anda Sugarbabes, Atomic Kitten og Destiny's Child. Síðan myndi ég helst senda það á FM og gera myndband með viftu og senda það á PoppTíví)
4. Ragnheiðar-rapsody (hér myndi ég stela einhverju klassíksu kvartett- eða kvinntettverki , fá strengjafólk í lið með mér til þess að spila það en í staðinn fyrir að spila það fallega þá myndi ég láta alla sarga á hljóðfærin. Það yrði án efa vinsælt hjá klassískum tónlistarmönnum landsins)
Síðan var ég bara með leiðinlegar hugmyndir. Og nú er þessi færsla að vera leiðinleg. Bless
P.S. Takk Silla fyrir áhugann. Þið hin eruð bara ömurleg
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli