miðvikudagur, janúar 07, 2004Ég er komin heim. Þó að ég hafi stoppað stutt þá var ég búin að gleyma því hvað Íslendingar eru geðveikir, kaupasjúkir, óþolinmóðir og dónalegir. En það er allt gott og blessað. Ef einhver er á leiðinni til Svíþjóðar þá skal hafa eftirfarandi tvo hluti í huga:

... það er í tísku hjá stelpunum að vera í loðnum Moonboots
... allir eiga töff úlpur með loðkraga. Þær kosta tæpan 30.000 kall

Annars dansaði ég ekki uppi á þartilgerðu borði á skemmtistaðnum Atli minn en manaði hinsvegar vínkonur mínar til þess á meðan ég skrapp á barinn. Þær hefðu getað valið úr strákafjöldanum sem safnaðist saman í kringum þær.

Er farin að borða Pízzu, bless
Ragnheiður

0 ummæli: