fimmtudagur, janúar 08, 2004

Ugludagur, Beikon og væmni

Ég neita því ekki, þetta hlýjaði mér um hjartarætur og innst inni fannst mér ég oggupínu mikilvæg. Allavega einn fílar mig! Takk elsku Pétur Beikon. Jú ar vonderfúl.

Í dag fer Ugla Rugla til Malasíu . Ég ætla þess vegna að gera eins og Anna Tryggva benti öllum á að gera og tileinka þessum degi (hjá mér er ennþá 8. janúar) Uglu. Mér fannst tilvalið að segja ykkur gubbusögu en ákvað svo að hún væri ekki nógu merkilegt. Þess vegna ætla ég bara að senda Uglu skilaboð.

Elsku Ugla!
Fyrirgefðu hvað ég hef stundum verið vond við þig. Ég vona að þú hafir það gott í Malasíu. Ég lofa að skrifa til þín bréf við fyrsta tækifæri. Er heimilisfangið ekki Ugla Egilsdóttir, Malasía? Það er auðvitað bara ein Ugla í Malasíu!
Þú ert nú alveg, stelpa!
Koss og knús
Ragnheiður

0 ummæli: