miðvikudagur, janúar 28, 2004

Það er bara svona!

Honum fannst hugmyndirnar mínar að hljóðverkum bara ekkert skemmtilegar. Honum fannst hins vegar að konur að öskra við fæðingu, til þess að leggja áherslu á hvað það væri vont, væri mjög góð hugmynd. Og mér finnst það bara ekkert því að ég á (vonandi) eftir að eignast barn og ég vil ekkert heyra hvað það er vont! Mér fannst hins vegar ein hugmynd skemmtilegust. Þið megið bara halda að það hafi verið mín hugmynd. Í heila viku, einu sinni á dag, tekur maður upp veðurfréttirnar. Svo getur maður bara alltaf átt þær á geisladisk því að þær skipta hvort sem er engu máli!

Á morgun klukkan 20.00 mun ég verða fræg. Ferill minn sem ljósmyndari mun vaxa og verða stærsti í alheiminum... ég held allavega að það sé klukkan 20.00. Fylgist með á bestu sjónvarpstöð Íslendinga.

Snillingur fjögur
Það eru allir frekar andlausir þessa dagana. Engir bloggar um neitt merkilegt, nema Andri sem bloggaði snilldina eina undir nafninu Ryk hlífir húsgögnunum. Og Andri bloggar alltaf skemmtilega. Og Andri er alltaf skemmtilegur og góður. Og Andri verður snillingur í mínum augum ævilangt.

0 ummæli: