föstudagur, janúar 30, 2004

Gagnslaust

Mig langar ofboðslega mikið að læra það gagnlausasta í heiminum. Það væri alveg magnað að geta sagt við fólk að ég væri sérfræðingur í einhverju sem skipti bara alls engu máli. Og þess vegna var ég að velta fyrir mér hvað væri eiginlega gagnslausast í heimi. Ég held að það sé t.d.:

- að vita prósentur fólks í hverju landi í heiminum sem notar hina svokölluðu "réttu fingrasetningu" (það er þá "asdf ælkj") þegar notast er við lyklaborð.
- að eyða fjórum til átta árum í hönnunarskóla og hanna svo hið hefðbundna geisladiskahulstur sem er svo mikið drasl (brotnar alltaf, opnast oft svo að diskarnir detta út o.s.frv.)
- íslenskt strætókerfi.
- að hafa stúderað til fullnustu hvar í heiminum eru seldir pastellitaðar skirfstofuvörur, aðallega heftarar.
- að þróa exi sem er með ótrúlega oddhvössu blaði þegar það er nú þegar búið að finna upp vélsög.

Auðvitað getur eitthvað af þessu verið gagnlegt fyrir einhverjum en mér finnst þetta allt svona frekar gagnslaust. Og nú ætla ég að fara að sofa og finna fleiri gagnslausa hluti. Bless

0 ummæli: