Alhliða ráðgjöf - vandamálalausnir tvö
Kæra Ragnheiður!
Ég held ég sé farinn að sjá illa. Það er alltaf erfiðara og erfiðara að lesa af tölvuskjánum, og bara lesa yfirhöfuð. Ég sofna oftast yfir bíómyndum og bókum og grunar að það stafi af verri sjón en fyrr. Hvað leggurðu til ráða?!
Ungur maður á þrítugsaldri
Kæri ungi maður á þrítugsaldri
ó jú, þetta er algengt vandamál. Þannig er það nú að sjónin á oft til með að versna þegar aldurinn færist yfir mann. Ég hef rannsakað bakgrunn þinn rækilega og komist að því að þú þarft engar áhyggjur að hafa. Þú ert í raun ekki á þrítugsaldri. Þú ert vel kominn á sextugsaldurinn (staðreynd sem foreldrar þínir hafa haldið frá þér allt frá ættleiðingu). Þess vegna þarftu engar áhyggjur að hafa af því að sjónin versnandi fer. Farðu bara til augnlæknis og fáðu þér gleraugu.
Gangi þér vel!
Ragnheiður
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli