mánudagur, nóvember 24, 2003

Víkend

Helgin er búin að vera nokkuð skrautleg. Ég lenti í því, í þriðja skitpið á jafn mörgum mánuðum, að keyra í bíl með sprungnu dekki. Reyndar var þetta ekki minn bíll eins og í hin tvö skiptin (og ber að taka fram að í fyrra skiptið þá skipti ég á dekkinu á meðan Andrarnir tveir horfðu á.. þeir hjálpuðu bara ofurlítið til). Bíllinn var í eigu yfirþjónsins míns sem var að skutla mér heim. Ekkert var vandamálið þar sem við vorum báðar þrautþjálfar í að skipta um dekk. Okkur var hrósað mikið af nokkrum leigubílstjórum sem söguðst núna trúa á konur og yfirþjónninn hótaði þreumur fullum unglingum með felgulykli því að þeir ætluðu sér inn í bílinn. Allavega kom smá babb í bátinn, bílinn nýr, dekkinn fest á á verkstæði og dekkið vildi ekki af. Voða læti, löggann kom og við vorum litar vitlausar stúlkukindur í þeirra augum.

Á laugardaginn var hið margumtalaða kórpartý. Allt byrjaði vel og skemmtunin var mikil. Ég var ákaflega hress. Svo hress að ég var heldur leiðinleg við alt og alta. Þær áttu nú atriðið alveg skilið en ég missti mig svolítið mikið eftir aðtriðið (Skördí, friðurinn sem við unnum svo hart að í fyrra var brotinn í fyrsta kórpartý vetrarins, því miður af þínum röddum). En núna held ég að við séum kvittar og ég gef öltum skotleyfi á mig í næsta partýi. Ég verð glöð ef atriðið fjallar bara um mig. Núna er ég að vinna í "The Black list of alcohol". Þar eru efstir drykkirnir Sambvuca (skamm Skúli, ég versla bara bjór fyrir þig héðan í frá), freyðivín og hot'n'sweet.

Það var ákaflega lítið að gera á Brekkunni í gær svo að starfsmennirnir eyddu kvöldinu í að grína. Ógeðsdrykkurinn "Kúkablesi" var búin til handa öllum starfsmönnum, Baileys-Amarettokakó, kokkarnir voru sendir fram með mat handa viðskiptavinunum, yfirkokkurinn bjó til karakterinn Hreggvið, sem var með plömmer, rangeyður og smámæltur og reyndi við alla starfsmennina. Skemmtilegast þótti okkur stelpunum þó sæti Ameríkaninn og ég verð hissa ef drengurinn var ekki ánægður með þjónustuna. Húns snérist nefnilega eingönu um hann á tímabili. Eftir vaktina fengum við okkur öll sjeik og súkkulaðiköku (sem ég mæli einstaklega með, því hefur jafnvel verið haldið fram að hún sé betri en kynlíf) og sönnuðu þar með kokkarnir hjartagæsku sína.

Þá er þessi færsla búin, hún var heldur lúinn, enda helgin afar snúinn...

0 ummæli: