Í kvöld var maður sem gaf mér undir fótinn með því að líkja mér við humar. Ekki veit ég hvernig honum datt í hug að það myndi hrífa mig (kannski var það vegna rauðvínsflöskunnar sem hann var búinn með) en það er allavega nokkuð ljóst að hrósið virkaði ekki sem skildi. Mér finnst humar ekki "exteremly beautiful".
Annars er það helst að frétta að ég er minni manneskja en áður. Ég er fjórum tönnum fátækari og á nú einungis 28 tennur í stað 32. Reyndar kom tannlæknirinn fram með endajaxlana í litlu glæru boxi og spurði hvort að ég vildi eiga þá. Ég vildi það ekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli