föstudagur, nóvember 21, 2003

Að verða fullorðinn

Síðustu tvo morgna hef ég verið að passa litla strákinn á efri hæðinni. Hann er sjö ára og við erum búin að leika okkur mjög mikið. Mér finnst mjög gaman að leika mér og er í raun ekkert góð barnapía því að ég svindla þegar við erum að spila og við fáum okkur stundum nammi áður en við borðum mat. Í morgun gerðist samt nokkuð merkilegt þar sem ég sat og las Morgunblaðið.

"Ragnheiður, lestu oft Morgunblaðið?"
"Já, eiginlega alla morgna sko"
"Horfirðu á fréttirnar líka?"
"Já stundum"
"En drekkurðu kaffi?"
"Já ég drekk kaffi"
"Oj ömurlegt. Aumingja þú."
"Nú, afhverju?"
"Afþví að þú ert orðin fullorðinn"

Það liggur afar myrk framtíð fyrir mér ef marka má svipinn á drengnum og tóninn í röddinni. Ömurlegt líf fyrir mig.

0 ummæli: