föstudagur, nóvember 14, 2003

Af líffræði og æðri endunum

Ég er búin í 2/3 af líffræðiprófinu. Restin er á mánudagsmorguninn. Það er svosem ekkert merkilegt um það að segja, gekk ágætlega (og þá er það bara Mörtu og DerX að þakka, þau kommentuðu, þið hin eruð bara ömurlegt pakk).

Það er hinsvegar gaman að segja frá því að í líffræðibókinni minni er setning sem hljóðar svo, sé hún beinþýdd "Þvag er aðalútflutningvara mannslíkamans". Ég er að hugsa um að stofa litla búð í Englandi sem heitir "First Class Urine" og svo undir skiltinu stendur "Produce with the finest water around, pure Icelandic water, and clean fresh air".
Í prófinu sjálfu, sem fór fram úti í skúr í MH, ákvað prófdómarinn (sem var nafnlaus eldri latínukennar) aðeins að ganga fram. Hann gerði sér hinsvegar ekki grein fyrir því að það bergmálaði um allan skúrinn þegar hann prumpaði, hátt og sjallt, þrisvar sinnum. Æ já barnalegt en fyndið engu að síður.

Bless

0 ummæli: