25 ára þann 25. 5.
Í dag á ég afmæli. Ég er að tryllast úr hamingju og er búin að vera frekar mikið þroskaheft síðan á föstudagskvöldið þegar vinir mínir, ó þeir allra allra bestu í allri veröldinni, komu mér ótrúlega á óvart. Ég endaði í algjörri geðshræringu og á svo ofboðslegu hamingjutrippi að ég mun líklega aldrei ná mér aftur niður á jörðina. Ég er enn alveg orðlaus og er búin að tilkynna öllum, hvort sem ég þekki þau eða ekki, að Pálmi Gunnarsson hafi komið í afmælið mitt og sungið Þorparann og við höfum svo sungið dúó. Ég get ekkert sagt. Ég læt þessa mynd fylgja með af besta andartaki lífs míns. Ég ætla að stækka hana, ramma hana inn og hengja hana upp fyrir ofan rúmið mitt.
sunnudagur, maí 18, 2008
Tíu litlir strákar
[Jú, þetta er víst að breytast í eitthvað biturleikablogg einhleyprar stúlku í one-o-one]
Einn maður var fáviti í kvöld. Megi hann brenna í helvíti og fróa sér aleinn til æviloka.
Annar tók dörrann á þetta.
Þriðji sagðist elska mig. Hann var með teina og örugglega nýfermdur.
Fjórði bauð á barnum. Svo vældi hann yfir vísareikningum á meðan hann kláraði bjórinn.
Fimmti var bara í bullinu.
Sjötti var með kúrekahatt og hélt að hækjurnar væru virkilega að ganga í augun á stelpunum.
Sjöundi tók Playboy-pakkann á þetta og var mjög hissa að það virkaði ekki. Á neina konu í öllu húsinu.
Áttundi tók störukeppnina á þetta. Hann var sömuleiðis mjög hissa á að það virkaði ekki á neina konu á öllum Laugaveginum.
Níundi sagði að ég væri besta kona sem hann hefði heyrt í nokkur tíman á allri ævi sinni. Hvað sem það s.s. þýðir.
Sá tíundi var draumaprinsinn. Mér skilst að hann hafi víst verið heima og verði þar til lengri tíma.
Megi þeir allir hvíla í friði.
Allt þetta fær mig til að álykta að allir menn séu virkilega fávitar. Nema þessir samkynhneigðu.
[Jú, þetta er víst að breytast í eitthvað biturleikablogg einhleyprar stúlku í one-o-one]
Einn maður var fáviti í kvöld. Megi hann brenna í helvíti og fróa sér aleinn til æviloka.
Annar tók dörrann á þetta.
Þriðji sagðist elska mig. Hann var með teina og örugglega nýfermdur.
Fjórði bauð á barnum. Svo vældi hann yfir vísareikningum á meðan hann kláraði bjórinn.
Fimmti var bara í bullinu.
Sjötti var með kúrekahatt og hélt að hækjurnar væru virkilega að ganga í augun á stelpunum.
Sjöundi tók Playboy-pakkann á þetta og var mjög hissa að það virkaði ekki. Á neina konu í öllu húsinu.
Áttundi tók störukeppnina á þetta. Hann var sömuleiðis mjög hissa á að það virkaði ekki á neina konu á öllum Laugaveginum.
Níundi sagði að ég væri besta kona sem hann hefði heyrt í nokkur tíman á allri ævi sinni. Hvað sem það s.s. þýðir.
Sá tíundi var draumaprinsinn. Mér skilst að hann hafi víst verið heima og verði þar til lengri tíma.
Megi þeir allir hvíla í friði.
Allt þetta fær mig til að álykta að allir menn séu virkilega fávitar. Nema þessir samkynhneigðu.
laugardagur, maí 17, 2008
Laugardagskvöld
Hér eru þrír menn sem trylla mig, þó frekar í tónlistarlegum skilningi.
Bobby Hebb - Sunny.
Ég er búin að leita að þessu lagi í rúma tvo mánuði. Engin vissi almennilega hvað það heitir né með hverjum það er, en allir könnuðust við það. Svo fann ég það. Og vídjóið sem er ótrúlega skemmtilega hallærislegt sixties vídjó. Ég fílaða.
Billy Preston - Nothing From Nothing
Þetta er fáránlega gott lag. Fáránlega gott! Eitt af mínum allra mest uppáhalds. Og eruði ekki að grínast með hárið á Billy?
Stevie Wonder - For Once inmy Life
Já, s..s ekkert nýtt af nálinni, en hann Stevie minn, hann er bara snilli. Ég hefði frekar viljað demba inn Do I Do en þar er hann ekki jafn myndarlegur og í þessu vídjói (mjög mikilvægt svona á laugardagskvöldi). Og í þokkabót í þessum fáránlega töff jakkafötum og ég veit ekki hvað! Svo fíla ég líka eitthvað svo þessi einhverfu múv hans og sólheimaglottið.
Hér eru þrír menn sem trylla mig, þó frekar í tónlistarlegum skilningi.
Bobby Hebb - Sunny.
Ég er búin að leita að þessu lagi í rúma tvo mánuði. Engin vissi almennilega hvað það heitir né með hverjum það er, en allir könnuðust við það. Svo fann ég það. Og vídjóið sem er ótrúlega skemmtilega hallærislegt sixties vídjó. Ég fílaða.
Billy Preston - Nothing From Nothing
Þetta er fáránlega gott lag. Fáránlega gott! Eitt af mínum allra mest uppáhalds. Og eruði ekki að grínast með hárið á Billy?
Stevie Wonder - For Once inmy Life
Já, s..s ekkert nýtt af nálinni, en hann Stevie minn, hann er bara snilli. Ég hefði frekar viljað demba inn Do I Do en þar er hann ekki jafn myndarlegur og í þessu vídjói (mjög mikilvægt svona á laugardagskvöldi). Og í þokkabót í þessum fáránlega töff jakkafötum og ég veit ekki hvað! Svo fíla ég líka eitthvað svo þessi einhverfu múv hans og sólheimaglottið.
föstudagur, maí 16, 2008
Stuttur tilhlökkunarlisti
Ég hlakka mikið til..
.. að leika við nýju tölvuna mína í allt sumar.
.. að fá nýja rúmið mitt á þriðjudaginn.
.. að fara Kóngsins með ágætum kórus.
.. að fara til New York og hitta elskulegu Karól mína í ágúst.
Enn fremur hlakka ég mikið til að ná mér aftur uppí plús á baknareinkingnum eftir allt þetta tryllta spreð mitt. Hver segir samt að peningar geti ekki keypt hamingju? Það er sko alfarið rangt. Ég finn bara hamingjuna streyma upp í fingurgóma mína frá lyklaborðinu á nýja dýrgripnum mínum.
Ég hlakka mikið til..
.. að leika við nýju tölvuna mína í allt sumar.
.. að fá nýja rúmið mitt á þriðjudaginn.
.. að fara Kóngsins með ágætum kórus.
.. að fara til New York og hitta elskulegu Karól mína í ágúst.
Enn fremur hlakka ég mikið til að ná mér aftur uppí plús á baknareinkingnum eftir allt þetta tryllta spreð mitt. Hver segir samt að peningar geti ekki keypt hamingju? Það er sko alfarið rangt. Ég finn bara hamingjuna streyma upp í fingurgóma mína frá lyklaborðinu á nýja dýrgripnum mínum.
sunnudagur, maí 11, 2008
Rót vandans
Uppgötun númer tvö
Ég uppgötaði í gær að það er ekki eingöngu sök móður minnar að ég endist ekki af neinu í viti í sambandi, eins og lesendum flestum er jú vel kunnugt. [Nei, þetta blogg er alls ekki að breytast í vettvang bitrar og einhleyprar stúlku í miðborginni. Ég er mjög sátt við ráðahag minn þessa dagana.] Þið skuluð þó ekki halda að ég hafi í gær uppgötað að ástæðan sé ég sjálf. Að ég gæti hugsanlega verið of erfið, óaðlandi eða leiðinleg er alls ekki mögulegt. Það á einfaldlega ekki við rök að styðjast (þetta er ekki hroki ef þið haldið það). Ástæðan er einföld. Gene Kelly.
Þessi maður er að drepa mig. Í mínum augum hefur hann allt sem góður maður þarf að hafa. Hann er ótrúlega smekklegur, myndarlegur og heillandi. Hann getur allt; sungið, dansað, leikið, leikstýrt, grínað, klætt sig (og klætt sig smart) o.s.frv. Ég hef stúderað þetta svakalega bros hans og örina á hægri kinninni. Það eru viss atriði í myndunum hans sem ég get varla horft á því að ég verð einfalega eins og smástelpa, roðna og flissa bara. Þetta vídjó er líka að trylla mig. Þar af leiðandi ber ég alla menn saman við Gene Kelly sem er vonlaust. Það blikkna allir í samanburði við þennan draumamann minn, nema kannski Sigurður Pálsson framan á Minngabókinni sinni. Og John Travolta í Grease. Nei, samt ekki, Gene vinnur. Alltaf.
Svo ef að eitthvað ótrúlegt gerist í vísindabransanum og Gene Kelly snýr aftur, nýklipptur út úr gullaldarárunum sínum og fellur fyrir mér (að því að ég er, muniði, svo ótrúleg meðfærileg, sæt og skemmtileg), þá mun ég segja mömmu að gleyma matarkexinu og koma að dansa steppdans í brullupinu okkar.
Uppgötun númer tvö
Ég uppgötaði í gær að það er ekki eingöngu sök móður minnar að ég endist ekki af neinu í viti í sambandi, eins og lesendum flestum er jú vel kunnugt. [Nei, þetta blogg er alls ekki að breytast í vettvang bitrar og einhleyprar stúlku í miðborginni. Ég er mjög sátt við ráðahag minn þessa dagana.] Þið skuluð þó ekki halda að ég hafi í gær uppgötað að ástæðan sé ég sjálf. Að ég gæti hugsanlega verið of erfið, óaðlandi eða leiðinleg er alls ekki mögulegt. Það á einfaldlega ekki við rök að styðjast (þetta er ekki hroki ef þið haldið það). Ástæðan er einföld. Gene Kelly.
Þessi maður er að drepa mig. Í mínum augum hefur hann allt sem góður maður þarf að hafa. Hann er ótrúlega smekklegur, myndarlegur og heillandi. Hann getur allt; sungið, dansað, leikið, leikstýrt, grínað, klætt sig (og klætt sig smart) o.s.frv. Ég hef stúderað þetta svakalega bros hans og örina á hægri kinninni. Það eru viss atriði í myndunum hans sem ég get varla horft á því að ég verð einfalega eins og smástelpa, roðna og flissa bara. Þetta vídjó er líka að trylla mig. Þar af leiðandi ber ég alla menn saman við Gene Kelly sem er vonlaust. Það blikkna allir í samanburði við þennan draumamann minn, nema kannski Sigurður Pálsson framan á Minngabókinni sinni. Og John Travolta í Grease. Nei, samt ekki, Gene vinnur. Alltaf.
Svo ef að eitthvað ótrúlegt gerist í vísindabransanum og Gene Kelly snýr aftur, nýklipptur út úr gullaldarárunum sínum og fellur fyrir mér (að því að ég er, muniði, svo ótrúleg meðfærileg, sæt og skemmtileg), þá mun ég segja mömmu að gleyma matarkexinu og koma að dansa steppdans í brullupinu okkar.
föstudagur, maí 09, 2008
Af graffítilistaverkum
Ég datt inní umræðu í vinnunni í kvöld tengda taggi og veggjakroti. Ég var að reyna að útskýra fyrir unglingunum að tagg og graffíti væri ekki það sama. Tagg væri nú eiginlega ekki list en graffíti gæti alveg verið það, ef það væri gert vel og gert á löglega staði. Unglingarnir voru að sjálfsögðu ekki sammála mér (þeir eru það reyndar aldrei enda eru þeir löglega afsakaðir sökum gelgjunnar). Þeir héldu því fram að ég vissi ekkert um svona og að ég hefði aldrei nokkur tíman graffað né haft áhuga á því og að ég þekkti enga graffítilistamenn í dag og ég væri bara of gömul og að í Grafarvogi væri strákur sem væri að graffa í bílskúrnum sínum og að á Nörrebro í Kóngsins væri sko búið að tagga ógeðslega mikið á vegg í kirkjugarðinum og að í Bandaríkjunum væri allskonar fólk með spreybrúsa og allskonar fleira svona fáránlegt bull sem vellur oft uppúr unglingum. Nema þarna höfðu þeir rangt fyrir sér (ef við sigtum út þetta með samhengislausa bull um Nörrebro, bílskúrinn í Grafarvoginum, Bandaríkin og að ég sé orðin of gömul). Ég hef sko víst áhuga á graffíti og ég hef sko víst taggað.
Sumarið eftir 9. bekk var ein vinkona mín ofsalega skotin í stráki. Hann var að sjálfsögðu fáviti, enda er það víst lögbundið hjá flestum strákum á þessum aldri. Fyrst sagðist hann vera skotinn í henni og fór með henni í bíó og svo fór hann bara í sleik við einhverja aðra stelpu. Þetta var að að sjálfsögðu ótrúleg ástarsorg og fór megnið af unglingavinnunni þetta sumar í að tala um hvað þessi strákur var ótrúlega mikill fáviti og ... þúst! Fáviti skiluru! Einn sumardaginn, þegar við vorum búnar að vera á irc-inu að reyna að finna nýjan strák fyrir þessa ágætu vinkonu mína, fórum við að leita að einhverju gríni úti í bílskúr hjá henni. Þar rákumst við á tvo nánast tóma spreybrúsa sem stóru bræður hennar höfðu verið að nota til að lappa uppá einhverja gamla bíldruslu sem þeir áttu. Þarna sáum við skyndilega stórkostlegt tækifæri til að ná okkur niðri á þessum fávita. Það fór mikill tími í það að finna út hvernig við gætum smyglað brúsunum út úr húsi án þess að nokkur tæki eftir því. Eftir svona u.þ.b. klukkutíma af mátun á ýmis konar töskum, jökkum, pokum, ferðatöskum og öðru, héldum við loksins út, með spreybrúsana falda í einhverri sundtösku sem var full af handklæðum. Við drifum okkar út að Ísbirni, sem stóð þá ennþá á Hrólfskálavörinni, og tróðum okkur, í skjóli þess hábjarta dags, í gegnum gat á grindverki inní portið sem snéri að Mýró. Portið var vel skreytt af graffítiverkum en við fundum einn auðan blett þar sem við ákváðum að láta til skara skríða. Planið var s.s. að skrifa eitthvað ömurlegt um þennan fáviti svo að hann gæti fengið að kenna á því. Ég átti að spreyja því að vinkona mín þorði því alls ekki og ákvað að standa vörð. Svo ég hófst handa við að kreista út allt sem eftir var í brúsunum. Það gekk ekki vel, en ég reyndi hvað ég gat og einbeitt mér svo mikið að ég datt gjörsamlega inní minn eigin "graffítiheim". Þegar seinni brúsinn kláraðist, eftir mikið maus, steig ég til baka til að dáðst að þessu stórkostlega listaverki mínu. Á veggnum stóð, skýrum, stórum, silfurlituðum stöfum "Ívar homi".
Svo þið, elsku unglingar, skuluð sko ekki halda að ég viti ekki neitt um graffíti því ég átti sko minn glæsta feril, sem byrjaði og endaði í portinu þennan ágæta sumardag.
Ég datt inní umræðu í vinnunni í kvöld tengda taggi og veggjakroti. Ég var að reyna að útskýra fyrir unglingunum að tagg og graffíti væri ekki það sama. Tagg væri nú eiginlega ekki list en graffíti gæti alveg verið það, ef það væri gert vel og gert á löglega staði. Unglingarnir voru að sjálfsögðu ekki sammála mér (þeir eru það reyndar aldrei enda eru þeir löglega afsakaðir sökum gelgjunnar). Þeir héldu því fram að ég vissi ekkert um svona og að ég hefði aldrei nokkur tíman graffað né haft áhuga á því og að ég þekkti enga graffítilistamenn í dag og ég væri bara of gömul og að í Grafarvogi væri strákur sem væri að graffa í bílskúrnum sínum og að á Nörrebro í Kóngsins væri sko búið að tagga ógeðslega mikið á vegg í kirkjugarðinum og að í Bandaríkjunum væri allskonar fólk með spreybrúsa og allskonar fleira svona fáránlegt bull sem vellur oft uppúr unglingum. Nema þarna höfðu þeir rangt fyrir sér (ef við sigtum út þetta með samhengislausa bull um Nörrebro, bílskúrinn í Grafarvoginum, Bandaríkin og að ég sé orðin of gömul). Ég hef sko víst áhuga á graffíti og ég hef sko víst taggað.
Sumarið eftir 9. bekk var ein vinkona mín ofsalega skotin í stráki. Hann var að sjálfsögðu fáviti, enda er það víst lögbundið hjá flestum strákum á þessum aldri. Fyrst sagðist hann vera skotinn í henni og fór með henni í bíó og svo fór hann bara í sleik við einhverja aðra stelpu. Þetta var að að sjálfsögðu ótrúleg ástarsorg og fór megnið af unglingavinnunni þetta sumar í að tala um hvað þessi strákur var ótrúlega mikill fáviti og ... þúst! Fáviti skiluru! Einn sumardaginn, þegar við vorum búnar að vera á irc-inu að reyna að finna nýjan strák fyrir þessa ágætu vinkonu mína, fórum við að leita að einhverju gríni úti í bílskúr hjá henni. Þar rákumst við á tvo nánast tóma spreybrúsa sem stóru bræður hennar höfðu verið að nota til að lappa uppá einhverja gamla bíldruslu sem þeir áttu. Þarna sáum við skyndilega stórkostlegt tækifæri til að ná okkur niðri á þessum fávita. Það fór mikill tími í það að finna út hvernig við gætum smyglað brúsunum út úr húsi án þess að nokkur tæki eftir því. Eftir svona u.þ.b. klukkutíma af mátun á ýmis konar töskum, jökkum, pokum, ferðatöskum og öðru, héldum við loksins út, með spreybrúsana falda í einhverri sundtösku sem var full af handklæðum. Við drifum okkar út að Ísbirni, sem stóð þá ennþá á Hrólfskálavörinni, og tróðum okkur, í skjóli þess hábjarta dags, í gegnum gat á grindverki inní portið sem snéri að Mýró. Portið var vel skreytt af graffítiverkum en við fundum einn auðan blett þar sem við ákváðum að láta til skara skríða. Planið var s.s. að skrifa eitthvað ömurlegt um þennan fáviti svo að hann gæti fengið að kenna á því. Ég átti að spreyja því að vinkona mín þorði því alls ekki og ákvað að standa vörð. Svo ég hófst handa við að kreista út allt sem eftir var í brúsunum. Það gekk ekki vel, en ég reyndi hvað ég gat og einbeitt mér svo mikið að ég datt gjörsamlega inní minn eigin "graffítiheim". Þegar seinni brúsinn kláraðist, eftir mikið maus, steig ég til baka til að dáðst að þessu stórkostlega listaverki mínu. Á veggnum stóð, skýrum, stórum, silfurlituðum stöfum "Ívar homi".
Svo þið, elsku unglingar, skuluð sko ekki halda að ég viti ekki neitt um graffíti því ég átti sko minn glæsta feril, sem byrjaði og endaði í portinu þennan ágæta sumardag.
þriðjudagur, maí 06, 2008
Að bjarga börunum
Ég ætlaði mér að vera í helgarfríi frá galeiðunni og bjórþambi, svona í eitt skipti. Kom samt heim um kl. 7.00 bæði á laugardags- og sunnudagsmorgun. Þetta var þó eiginlega samfélagsvinna því einhver þarf að sjá um að barirnir fari ekki á hausinn á meðan þið hin eruð í prófum (við Tyrfingur erum sjálfskipaðir formenn í klúbbnum "Björgum börunum í prófatíð"). Helgin var samt stórgóð og vel það. Hitti Thorlacius á Næsta Bar á föstudagskvöldið. Ég hef aldrei áður komið á Næsta Bar. Góður bar. Þar sat feitur, mjög karlmannlegur maður á endanum á barnum. Hann var að drekka bjór með röri. Ég sætti mig við þá staðreynd að fyrst að ég væri farin að fara á Næsta Bar og finnast það voðalega huggulegt eitthvað, þá væri ég orðin fullorðin. Allavega að einhverju leiti.
Á Ölstofunni hittum við Thorlacius tvo sem voru í alvöru í helgarfríi, frá Deildinni þ.e.a.s., og ákváðu því að halda uppá það með því að fara á galeiðuna. Annar þeirra sat bara við barinn og horfði á okkur, agndofa. Hann hafði væntanlega ekki séð konur í mörg ár. Hinn leit út eins og þessi önd. Grínlaust. Nema hann var í svakalegum eitís leðurjakka (að sjálfsögðu með herðapúðum), gráum stuttermabol með afmáðu merki einhverjar löngu útbrunnnar rokkhljómsveitar, í bláum næntís gallabuxum, girtum langt yfir löglega hæð og í alveg svakalegum spaðagír. Og hann var sko sannarlega kominn á barinn til að ná sér í kvensu! Ég veit ekki hvernig þetta er á Deildinni, en hann vissi greinilega ekkert hvernig þetta er gert. Hann stóð akkúrat fyrir aftan Thorlacius svo ég gat með engu móti látið hann fram hjá mér fara. Fyrst fór hann að blikka mig eins og enginn væri morgundagurinn. Ég hélt að hann væri með fjörfisk. Svo fór hann að senda mér svakalega grínsvipi í gríð og erg. Þá hélt ég að hann væri að fá flog. Þegar Ungfrú Toll skrapp frá vatt hann sér upp að mér og átti stórfurðulegar samræður við mig þar sem helst bar uppúr að hann bauð mér að vera vinkona mín (mín takið eftir, ekki sín. Hann vildi vera vinkona). Eitthvað hefur þessu slegið saman hjá honum. Seinna um kvöldið hélt einhver maður því statt og stöðugt fram að Thorlacius væri Silvía Night. Við vorum greinilega í logum þetta ágæta föstudagskvöld.
Ég stækkaði svo klúbbinn á laugardagskvöldið. Hjólaði með bjór í körfunni (Köben-stæl), sem ég stal frá húsmóðurinni á Leifsgötu, á grínkvöld-vínkvöld með Þremenningasambandinu og fylgifiskum á Hringbraut. Krumpuðum á hælum og svona basic. Héldum svo að sjálfsögðu í samfélagsþjónustumissjón á barnum. Ég slammaði svo svakalega að ég bæði sleit hálsmen og get ekki enn litið til hægri né vinstri. Átti mjög fyndið kvöld á KB með öðrum klúbbi sem ég er í. Sá klúbbur er reyndar töluvert stór og óopinber og meðlimirnir vita ekki allir af hver öðrum. Mér skilst að verið sé að plana suprise-partý á þeim bæ (höfustöðvum klúbbsins þ.e.a.s.). Að loknum nokkrum skyldu-trúnóum og ástarjátningum, að vanda, hjólaði ég svo heim og mætti blaðberanum og konu sem var að viðra hundinn sinn.
Allt þetta segir mér bara eitt. Það er að koma sumar sem er ekkert nema stórgott og frábært og yndislegt. Skál fyrir því.
Ég ætlaði mér að vera í helgarfríi frá galeiðunni og bjórþambi, svona í eitt skipti. Kom samt heim um kl. 7.00 bæði á laugardags- og sunnudagsmorgun. Þetta var þó eiginlega samfélagsvinna því einhver þarf að sjá um að barirnir fari ekki á hausinn á meðan þið hin eruð í prófum (við Tyrfingur erum sjálfskipaðir formenn í klúbbnum "Björgum börunum í prófatíð"). Helgin var samt stórgóð og vel það. Hitti Thorlacius á Næsta Bar á föstudagskvöldið. Ég hef aldrei áður komið á Næsta Bar. Góður bar. Þar sat feitur, mjög karlmannlegur maður á endanum á barnum. Hann var að drekka bjór með röri. Ég sætti mig við þá staðreynd að fyrst að ég væri farin að fara á Næsta Bar og finnast það voðalega huggulegt eitthvað, þá væri ég orðin fullorðin. Allavega að einhverju leiti.
Á Ölstofunni hittum við Thorlacius tvo sem voru í alvöru í helgarfríi, frá Deildinni þ.e.a.s., og ákváðu því að halda uppá það með því að fara á galeiðuna. Annar þeirra sat bara við barinn og horfði á okkur, agndofa. Hann hafði væntanlega ekki séð konur í mörg ár. Hinn leit út eins og þessi önd. Grínlaust. Nema hann var í svakalegum eitís leðurjakka (að sjálfsögðu með herðapúðum), gráum stuttermabol með afmáðu merki einhverjar löngu útbrunnnar rokkhljómsveitar, í bláum næntís gallabuxum, girtum langt yfir löglega hæð og í alveg svakalegum spaðagír. Og hann var sko sannarlega kominn á barinn til að ná sér í kvensu! Ég veit ekki hvernig þetta er á Deildinni, en hann vissi greinilega ekkert hvernig þetta er gert. Hann stóð akkúrat fyrir aftan Thorlacius svo ég gat með engu móti látið hann fram hjá mér fara. Fyrst fór hann að blikka mig eins og enginn væri morgundagurinn. Ég hélt að hann væri með fjörfisk. Svo fór hann að senda mér svakalega grínsvipi í gríð og erg. Þá hélt ég að hann væri að fá flog. Þegar Ungfrú Toll skrapp frá vatt hann sér upp að mér og átti stórfurðulegar samræður við mig þar sem helst bar uppúr að hann bauð mér að vera vinkona mín (mín takið eftir, ekki sín. Hann vildi vera vinkona). Eitthvað hefur þessu slegið saman hjá honum. Seinna um kvöldið hélt einhver maður því statt og stöðugt fram að Thorlacius væri Silvía Night. Við vorum greinilega í logum þetta ágæta föstudagskvöld.
Ég stækkaði svo klúbbinn á laugardagskvöldið. Hjólaði með bjór í körfunni (Köben-stæl), sem ég stal frá húsmóðurinni á Leifsgötu, á grínkvöld-vínkvöld með Þremenningasambandinu og fylgifiskum á Hringbraut. Krumpuðum á hælum og svona basic. Héldum svo að sjálfsögðu í samfélagsþjónustumissjón á barnum. Ég slammaði svo svakalega að ég bæði sleit hálsmen og get ekki enn litið til hægri né vinstri. Átti mjög fyndið kvöld á KB með öðrum klúbbi sem ég er í. Sá klúbbur er reyndar töluvert stór og óopinber og meðlimirnir vita ekki allir af hver öðrum. Mér skilst að verið sé að plana suprise-partý á þeim bæ (höfustöðvum klúbbsins þ.e.a.s.). Að loknum nokkrum skyldu-trúnóum og ástarjátningum, að vanda, hjólaði ég svo heim og mætti blaðberanum og konu sem var að viðra hundinn sinn.
Allt þetta segir mér bara eitt. Það er að koma sumar sem er ekkert nema stórgott og frábært og yndislegt. Skál fyrir því.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)