sunnudagur, maí 25, 2008

25 ára þann 25. 5.

Í dag á ég afmæli. Ég er að tryllast úr hamingju og er búin að vera frekar mikið þroskaheft síðan á föstudagskvöldið þegar vinir mínir, ó þeir allra allra bestu í allri veröldinni, komu mér ótrúlega á óvart. Ég endaði í algjörri geðshræringu og á svo ofboðslegu hamingjutrippi að ég mun líklega aldrei ná mér aftur niður á jörðina. Ég er enn alveg orðlaus og er búin að tilkynna öllum, hvort sem ég þekki þau eða ekki, að Pálmi Gunnarsson hafi komið í afmælið mitt og sungið Þorparann og við höfum svo sungið dúó. Ég get ekkert sagt. Ég læt þessa mynd fylgja með af besta andartaki lífs míns. Ég ætla að stækka hana, ramma hana inn og hengja hana upp fyrir ofan rúmið mitt.


0 ummæli: