sunnudagur, maí 11, 2008

Rót vandans
Uppgötun númer tvö

Ég uppgötaði í gær að það er ekki eingöngu sök móður minnar að ég endist ekki af neinu í viti í sambandi, eins og lesendum flestum er jú vel kunnugt. [Nei, þetta blogg er alls ekki að breytast í vettvang bitrar og einhleyprar stúlku í miðborginni. Ég er mjög sátt við ráðahag minn þessa dagana.] Þið skuluð þó ekki halda að ég hafi í gær uppgötað að ástæðan sé ég sjálf. Að ég gæti hugsanlega verið of erfið, óaðlandi eða leiðinleg er alls ekki mögulegt. Það á einfaldlega ekki við rök að styðjast (þetta er ekki hroki ef þið haldið það). Ástæðan er einföld. Gene Kelly.


Þessi maður er að drepa mig. Í mínum augum hefur hann allt sem góður maður þarf að hafa. Hann er ótrúlega smekklegur, myndarlegur og heillandi. Hann getur allt; sungið, dansað, leikið, leikstýrt, grínað, klætt sig (og klætt sig smart) o.s.frv. Ég hef stúderað þetta svakalega bros hans og örina á hægri kinninni. Það eru viss atriði í myndunum hans sem ég get varla horft á því að ég verð einfalega eins og smástelpa, roðna og flissa bara. Þetta vídjó er líka að trylla mig. Þar af leiðandi ber ég alla menn saman við Gene Kelly sem er vonlaust. Það blikkna allir í samanburði við þennan draumamann minn, nema kannski Sigurður Pálsson framan á Minngabókinni sinni. Og John Travolta í Grease. Nei, samt ekki, Gene vinnur. Alltaf.

Svo ef að eitthvað ótrúlegt gerist í vísindabransanum og Gene Kelly snýr aftur, nýklipptur út úr gullaldarárunum sínum og fellur fyrir mér (að því að ég er, muniði, svo ótrúleg meðfærileg, sæt og skemmtileg), þá mun ég segja mömmu að gleyma matarkexinu og koma að dansa steppdans í brullupinu okkar.

0 ummæli: