Laugardagskvöld
Hér eru þrír menn sem trylla mig, þó frekar í tónlistarlegum skilningi.
Bobby Hebb - Sunny.
Ég er búin að leita að þessu lagi í rúma tvo mánuði. Engin vissi almennilega hvað það heitir né með hverjum það er, en allir könnuðust við það. Svo fann ég það. Og vídjóið sem er ótrúlega skemmtilega hallærislegt sixties vídjó. Ég fílaða.
Billy Preston - Nothing From Nothing
Þetta er fáránlega gott lag. Fáránlega gott! Eitt af mínum allra mest uppáhalds. Og eruði ekki að grínast með hárið á Billy?
Stevie Wonder - For Once inmy Life
Já, s..s ekkert nýtt af nálinni, en hann Stevie minn, hann er bara snilli. Ég hefði frekar viljað demba inn Do I Do en þar er hann ekki jafn myndarlegur og í þessu vídjói (mjög mikilvægt svona á laugardagskvöldi). Og í þokkabót í þessum fáránlega töff jakkafötum og ég veit ekki hvað! Svo fíla ég líka eitthvað svo þessi einhverfu múv hans og sólheimaglottið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli