Tíu litlir strákar
[Jú, þetta er víst að breytast í eitthvað biturleikablogg einhleyprar stúlku í one-o-one]
Einn maður var fáviti í kvöld. Megi hann brenna í helvíti og fróa sér aleinn til æviloka.
Annar tók dörrann á þetta.
Þriðji sagðist elska mig. Hann var með teina og örugglega nýfermdur.
Fjórði bauð á barnum. Svo vældi hann yfir vísareikningum á meðan hann kláraði bjórinn.
Fimmti var bara í bullinu.
Sjötti var með kúrekahatt og hélt að hækjurnar væru virkilega að ganga í augun á stelpunum.
Sjöundi tók Playboy-pakkann á þetta og var mjög hissa að það virkaði ekki. Á neina konu í öllu húsinu.
Áttundi tók störukeppnina á þetta. Hann var sömuleiðis mjög hissa á að það virkaði ekki á neina konu á öllum Laugaveginum.
Níundi sagði að ég væri besta kona sem hann hefði heyrt í nokkur tíman á allri ævi sinni. Hvað sem það s.s. þýðir.
Sá tíundi var draumaprinsinn. Mér skilst að hann hafi víst verið heima og verði þar til lengri tíma.
Megi þeir allir hvíla í friði.
Allt þetta fær mig til að álykta að allir menn séu virkilega fávitar. Nema þessir samkynhneigðu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli