At tale dansk..
Það gengur bara ágætlega að tala dönsku. Stundum væri ég reyndar eins og fáviti ef ekki væri fyrir Karól. En ég get alveg reddað mér sjálf og er eiginlega alveg búin að læra tölurnar. Ég verð líka ofboðslega móðguð ef að fólk byrjar að tala við mig á ensku eða notar útlendingatölur á mig.
Þjónn á bar: "Så, det bliver et-hundrad-og-otte-otta (188)"
Ragnheiður: "Unskyld, sagde du et-hundrad-og-otta-og-firs?"
Þegar ég var að kaupa mér margumrædda og mikið notaða (hóst) hlaupaskó byrjaði maðurinn einmitt að tala við mig á ensku..
Ragnheiður: "Hej, må jeg gærne prøve dem her i ni-og-tredive?"
Afgreiðslumaður: "I'm sorry, which size?"
Ragnheiður: -heldur móðguð- "Ni-og-tredive!"
Afgreiðslumaður: "I'm very sorry, I don't speak danish"
En af öðru er það helst að frétta að Karól fer bráðum að halda til síns heima eftir stórkostlega dvöl hér í höllinni á Howitsvej. Loksins loksins kemur Sigríður litla þó heim og verðum við Þremmeningasambandið því loksins sameinaðar á ný. Ég sé fyrir mér stórkostlega daga..
laugardagur, ágúst 26, 2006
Allt sem er rautt, rautt, finnst mér vera fallegt, fyrir vin minn, Kóngsins Köbenhavn
Ég keypti mér rautt hjól í gær. Það er fabjúlöss með körfu, keðju- og afturdekkjahlíf, bögglabera, 3 gírum, gullröndum og det hele. Reyndar þurfti ég að reiða það megnið af deginum því Karól var ekki á hjóli (hún á samt hjól, m.a.s. 2). Þegar Karól hljóp inní einhverja búð þá var ég eins og lítið barn og hjólaði í hringi þangað til að Karól kom aftur. Nú vil ég alls ekki taka metróið en vil bara hjóla hvert sem ég fer. Hjólið mitt og ég..
Ég keypti mér rauða hlaupaskó um daginn. Þeir eru ekki alveg jafn fabjúlöss og hjólið, en hafa samt verið notaðir til þess að hlaupa í Frederiksberhave í morgunsárið. Það er reyndar svolítið fabjúlöss. Merkilegt samt hvað það er leiðinlegt að kaupa hlaupaskó, eins og mér finnst gaman að kaupa skó. Hlaupaskór eru bara alltaf svo ljótir. Mínir eru reyndar nokkuð töff, miðað við að vera hlaupaskór.
Já og talandi um að kaupa skó. Það helltist yfir mig smá panikk í gær. Ég hélt að ég væri búin að missa hæfileikann, þ.e. skóhæfileikann. Ég og Karól þræddum allar búðir Kóngsins í leit að svörtum, flatbotna skóm. Nánari skilgreining var það nú ekki. En þeir virtust aldrei ætla að koma í leitirnar og hélt ég því að ég hefði kannski klárað skókvóta lífs míns með hlaupaskónum. En nei, örvæntið ekki kæru lesendur, kvótinn er langt í frá búinn, enda fundust svörtu skórnir að lokum.
Þarf að vekja sambýlingana. Tívolíð bíður okkar, já og auðvitað hjólið mitt.
Ég keypti mér rautt hjól í gær. Það er fabjúlöss með körfu, keðju- og afturdekkjahlíf, bögglabera, 3 gírum, gullröndum og det hele. Reyndar þurfti ég að reiða það megnið af deginum því Karól var ekki á hjóli (hún á samt hjól, m.a.s. 2). Þegar Karól hljóp inní einhverja búð þá var ég eins og lítið barn og hjólaði í hringi þangað til að Karól kom aftur. Nú vil ég alls ekki taka metróið en vil bara hjóla hvert sem ég fer. Hjólið mitt og ég..
Ég keypti mér rauða hlaupaskó um daginn. Þeir eru ekki alveg jafn fabjúlöss og hjólið, en hafa samt verið notaðir til þess að hlaupa í Frederiksberhave í morgunsárið. Það er reyndar svolítið fabjúlöss. Merkilegt samt hvað það er leiðinlegt að kaupa hlaupaskó, eins og mér finnst gaman að kaupa skó. Hlaupaskór eru bara alltaf svo ljótir. Mínir eru reyndar nokkuð töff, miðað við að vera hlaupaskór.
Já og talandi um að kaupa skó. Það helltist yfir mig smá panikk í gær. Ég hélt að ég væri búin að missa hæfileikann, þ.e. skóhæfileikann. Ég og Karól þræddum allar búðir Kóngsins í leit að svörtum, flatbotna skóm. Nánari skilgreining var það nú ekki. En þeir virtust aldrei ætla að koma í leitirnar og hélt ég því að ég hefði kannski klárað skókvóta lífs míns með hlaupaskónum. En nei, örvæntið ekki kæru lesendur, kvótinn er langt í frá búinn, enda fundust svörtu skórnir að lokum.
Þarf að vekja sambýlingana. Tívolíð bíður okkar, já og auðvitað hjólið mitt.
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
mánudagur, ágúst 21, 2006
Af Howitsvej 65
Ég er voðalega fegin að vera ekki úti að hjóla akkúrat núna. Það rignir svo svakalega, ef að rignir er þá rétta orðið. Gullfoss væri kannski betra orð í þessu tilfelli. Reyndar er ég bara oftast voðalega ánægð að vera ekki úti. Ekki það að mér þyki leiðinlegt í Kóngsins. Nei, síður en svo. Ég elska Kóngsins. Voðalega mikið. Málið er bara að ég elska íbúðina okkar svo hjartanlega mikið að stundum vil ég ekki fara út í búð, því að þá þarf ég að fara úr íbúðinni. Svo að undanfarna daga hef ég mest megnis verið heima að koma mér fyrir, photoshoppa, hlusta á Billie Holiday, drekka kaffi eða rauðvín og spila á píanóið. Elska píanóið. Og taflgólfið í eldhúsinu. Og útsýnið. Og gluggana. Og skápana. Og bækurnar. Og þvottavélina. Og sófann. Og rúmið... Og þið vitið, bara allt.
Kata litla lipurtá er komin og byrjuð í skólanum. Við erum aðallega í því að týnast og heilla eldri innflytjendur upp úr skónum. Áttum t.d. gott samtal við afgreiðslumanninn í 7-11 í gær, sem á væntanlega eftir að verða okkar besti vin þegar fram líða stundir (ásamt Henning, nágrannanum).
Katrín: "Mmm, mig langar í pylsu"
Ragnheiður: "Pylsu? Æ, ég held að mig langi ekki í pylsu"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "Pelsu..?"
Katrín: "Pølse"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "Ja ok. Hvor kommer i piger fra?"
Ragnheiður: "Island"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "I taler meged fin dansk!"
Katrín og Ragnheiður: "Tak"
Við erum greinilega á blússandi leið í að verða altalandi eftir viku. Ég meina, 7-11 afgreiðslumaðurinn heyrði hvað við vorum trylltar í dönskunni af tveimur stykkorðum!
Króla kemur á morgun. Stefnan er tekin á svakalega túristadaga með Tívolíi, safnaferðum, piknikk og det hele. Þannig að ég þarf víst að fara út fyrir Howitsvej 65 4. sal th. bráðlega. Það er kannski gott. Jafnvel þó að það sé taflgólf í eldhúsinu
Ég er voðalega fegin að vera ekki úti að hjóla akkúrat núna. Það rignir svo svakalega, ef að rignir er þá rétta orðið. Gullfoss væri kannski betra orð í þessu tilfelli. Reyndar er ég bara oftast voðalega ánægð að vera ekki úti. Ekki það að mér þyki leiðinlegt í Kóngsins. Nei, síður en svo. Ég elska Kóngsins. Voðalega mikið. Málið er bara að ég elska íbúðina okkar svo hjartanlega mikið að stundum vil ég ekki fara út í búð, því að þá þarf ég að fara úr íbúðinni. Svo að undanfarna daga hef ég mest megnis verið heima að koma mér fyrir, photoshoppa, hlusta á Billie Holiday, drekka kaffi eða rauðvín og spila á píanóið. Elska píanóið. Og taflgólfið í eldhúsinu. Og útsýnið. Og gluggana. Og skápana. Og bækurnar. Og þvottavélina. Og sófann. Og rúmið... Og þið vitið, bara allt.
Kata litla lipurtá er komin og byrjuð í skólanum. Við erum aðallega í því að týnast og heilla eldri innflytjendur upp úr skónum. Áttum t.d. gott samtal við afgreiðslumanninn í 7-11 í gær, sem á væntanlega eftir að verða okkar besti vin þegar fram líða stundir (ásamt Henning, nágrannanum).
Katrín: "Mmm, mig langar í pylsu"
Ragnheiður: "Pylsu? Æ, ég held að mig langi ekki í pylsu"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "Pelsu..?"
Katrín: "Pølse"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "Ja ok. Hvor kommer i piger fra?"
Ragnheiður: "Island"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "I taler meged fin dansk!"
Katrín og Ragnheiður: "Tak"
Við erum greinilega á blússandi leið í að verða altalandi eftir viku. Ég meina, 7-11 afgreiðslumaðurinn heyrði hvað við vorum trylltar í dönskunni af tveimur stykkorðum!
Króla kemur á morgun. Stefnan er tekin á svakalega túristadaga með Tívolíi, safnaferðum, piknikk og det hele. Þannig að ég þarf víst að fara út fyrir Howitsvej 65 4. sal th. bráðlega. Það er kannski gott. Jafnvel þó að það sé taflgólf í eldhúsinu
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
.. þá er ferð aðeins hugtak?
Á eftir flyt ég til Kóngsins. Ég er búin að pakka, búin að kveðja, búin að stíga síðasta dansinn með mömmu minni í stofunni, búin að kyssa Pálma. Það er samt ekki mjög dramatískt að flytja til Kóngsins. Það er svona rétt eins og að flytja til Akureyrar, nema það eru líklegast fleiri sem koma að heimsækja mann. Og ég flyt eingöngu full eftirvæntingar og gleði (kommon! ég verð að fá að vera smá dramatísk). Ekki furða enda bíður mín stórkostleg íbúð, með gítar, píanói, bambusflautu og panflautu (ég og Sigga eigum síðasta tvennt), stórkostlegir meðleigendur, undursamlegt hjól, Dýragarðurinn, Tívolið, marías-sunnudagar Królu og Rannsý á Salonen, að sjálfsögðu skólinn minn sem og allir íbúar Kóngsins, sem ætla víst að fjölmenna á Ráðhústorgið til að fagna komu minni á eftir kl. 23.00 - að dönskum tíma. Það eru þó nokkrir hlutir sem Kóngsins mun aldrei hafa fram yfir litla Ísland. Hér er listi, þó langt í frá ótæmandi.
- Elsku mamma, pabbi, systir, mágur og krakkinn.
- Undursamlegu vinir mínir, þ.e.a.s. þeir örfáu sem ekki eru fluttir til Kóngsins
- Hamrahlíðarkórinn og allir fylgifiskar
- Airwaves
- Appelsín í gleri með lakkrísröri
- Stórkostlegt vínylplötusafn mitt (of þungt til búferlaflutninga)
- Norðurljósinn
- Skórnir mínir sem komast ekki með til Kóngsins
- Seltjarnarnesfjara á sumarnóttu
- Glaumbar.. nei djók!
Elsku vinir
Bless
Á eftir flyt ég til Kóngsins. Ég er búin að pakka, búin að kveðja, búin að stíga síðasta dansinn með mömmu minni í stofunni, búin að kyssa Pálma. Það er samt ekki mjög dramatískt að flytja til Kóngsins. Það er svona rétt eins og að flytja til Akureyrar, nema það eru líklegast fleiri sem koma að heimsækja mann. Og ég flyt eingöngu full eftirvæntingar og gleði (kommon! ég verð að fá að vera smá dramatísk). Ekki furða enda bíður mín stórkostleg íbúð, með gítar, píanói, bambusflautu og panflautu (ég og Sigga eigum síðasta tvennt), stórkostlegir meðleigendur, undursamlegt hjól, Dýragarðurinn, Tívolið, marías-sunnudagar Królu og Rannsý á Salonen, að sjálfsögðu skólinn minn sem og allir íbúar Kóngsins, sem ætla víst að fjölmenna á Ráðhústorgið til að fagna komu minni á eftir kl. 23.00 - að dönskum tíma. Það eru þó nokkrir hlutir sem Kóngsins mun aldrei hafa fram yfir litla Ísland. Hér er listi, þó langt í frá ótæmandi.
- Elsku mamma, pabbi, systir, mágur og krakkinn.
- Undursamlegu vinir mínir, þ.e.a.s. þeir örfáu sem ekki eru fluttir til Kóngsins
- Hamrahlíðarkórinn og allir fylgifiskar
- Airwaves
- Appelsín í gleri með lakkrísröri
- Stórkostlegt vínylplötusafn mitt (of þungt til búferlaflutninga)
- Norðurljósinn
- Skórnir mínir sem komast ekki með til Kóngsins
- Seltjarnarnesfjara á sumarnóttu
- Glaumbar.. nei djók!
Elsku vinir
Bless
föstudagur, ágúst 11, 2006
Vænt og tímabært
Dojtsland þarf að bíða betri tíma. Það kemur örugglega listi í lok næstu viku. Þangað til er ég bara að flytja til útlanda. Lauk t.d. síðasta vinnudeginum mínum í dag og það með trega. Jafnvel þó að ég hafi staðið í skýrslugerð. Og engri smáræðis skýrslugerð. Skýrslan er hátt í 50 blasíður börnin góð. Segið svo að ég sé barnaleg.
Ég held að árið hafi bara verið mjög gott. Ég hef t.d. aldrei verið jafn góð að spila billiard og nú. Og börnin, elsku elsku börnin (þá meina ég stóru börnin, unglingarnir). Skrítið, en ég mun sakna þeirra óskaplega. Einn gaf mér t.d. undurfagra og ósnerta Pálma Gunn vínylplötu. Ég fór nærrum því að skæla. Önnur gaf mér bréf með myndum af sér, svo að ég myndi aldrei gleyma henni. Yfirkona mín, sem ætti að fá kórónu fyrir að vera sú hressasta og besta, gaf mér rosastóra handbók frá 1942 um framkomu allstaðar. Bókstaflega allstaðar. Í jarðaförum, á krikketvellinum, á dansiballi, úti á götu, í Ameríku.. Hún hafði, sjáiði til, svo miklar áhyggjur af því að ég yrði svo ódönnuð þarna í Kóngsins.
Og talandi um Kóngsins. Við stöllurnar þrjár (sem eigum enn eftir að finna okkur eitthvað þönder-samheiti) héldum húsfund á Babalú um daginn. Ég er handviss um að við séum hressustu íbúar Fredriksbergkommune í það minnsta, ef ekki bara í allri Kóngsins. Þetta verður stókostleg sambúð. Móðir mín elskuleg skellti sér til Kóngsins fyrst að íbúðin okkar stóð laus. Hún hefur aðallega verið að skoða líkamsræktarstöðina þarna í nágrenninu og fara á listasöfn. Ekki minnkaði spennan þegar hún sendi mér myndir í dag. Íbúðin er bjúrí, gólfið í eldhúsinu er eins og taflborð (sem ég vissi reyndar fyrir af mjög nákvæmri teikningu sem að mamma hafði gert), allt er danskt og fallegt og sjá, kæra fólk...
There's a piano! Ég get þá æft fleiri lög fyrir bandið okkar pabba. Við erum nefnilega búin að stofna band sem heitir Fjölskyldu-dúetinn Ópal. Ópal mun troða upp í fyrsta skipti á þriðjudaginn í afmælinu hans afa, sem stofnaði einmitt Ópal. Lífið er bara frekar mikið þönder. I like it.
Dojtsland þarf að bíða betri tíma. Það kemur örugglega listi í lok næstu viku. Þangað til er ég bara að flytja til útlanda. Lauk t.d. síðasta vinnudeginum mínum í dag og það með trega. Jafnvel þó að ég hafi staðið í skýrslugerð. Og engri smáræðis skýrslugerð. Skýrslan er hátt í 50 blasíður börnin góð. Segið svo að ég sé barnaleg.
Ég held að árið hafi bara verið mjög gott. Ég hef t.d. aldrei verið jafn góð að spila billiard og nú. Og börnin, elsku elsku börnin (þá meina ég stóru börnin, unglingarnir). Skrítið, en ég mun sakna þeirra óskaplega. Einn gaf mér t.d. undurfagra og ósnerta Pálma Gunn vínylplötu. Ég fór nærrum því að skæla. Önnur gaf mér bréf með myndum af sér, svo að ég myndi aldrei gleyma henni. Yfirkona mín, sem ætti að fá kórónu fyrir að vera sú hressasta og besta, gaf mér rosastóra handbók frá 1942 um framkomu allstaðar. Bókstaflega allstaðar. Í jarðaförum, á krikketvellinum, á dansiballi, úti á götu, í Ameríku.. Hún hafði, sjáiði til, svo miklar áhyggjur af því að ég yrði svo ódönnuð þarna í Kóngsins.
Og talandi um Kóngsins. Við stöllurnar þrjár (sem eigum enn eftir að finna okkur eitthvað þönder-samheiti) héldum húsfund á Babalú um daginn. Ég er handviss um að við séum hressustu íbúar Fredriksbergkommune í það minnsta, ef ekki bara í allri Kóngsins. Þetta verður stókostleg sambúð. Móðir mín elskuleg skellti sér til Kóngsins fyrst að íbúðin okkar stóð laus. Hún hefur aðallega verið að skoða líkamsræktarstöðina þarna í nágrenninu og fara á listasöfn. Ekki minnkaði spennan þegar hún sendi mér myndir í dag. Íbúðin er bjúrí, gólfið í eldhúsinu er eins og taflborð (sem ég vissi reyndar fyrir af mjög nákvæmri teikningu sem að mamma hafði gert), allt er danskt og fallegt og sjá, kæra fólk...
There's a piano! Ég get þá æft fleiri lög fyrir bandið okkar pabba. Við erum nefnilega búin að stofna band sem heitir Fjölskyldu-dúetinn Ópal. Ópal mun troða upp í fyrsta skipti á þriðjudaginn í afmælinu hans afa, sem stofnaði einmitt Ópal. Lífið er bara frekar mikið þönder. I like it.
mánudagur, ágúst 07, 2006
Laudate Dominum
Ég er komin heim að fögru landi ísa. Dojtsland var stórfenglegt. Það er merkilegt að vera í fimmtu kórferðinni sinni og fá aldrei leið. Sem og finnast þær alltaf skemmtilegastar í heiminum. Nánari skýrslugerð um heimssigur Hamrahlíðarkórsins mun koma síðar, þegar búið er að melta þetta betur. Myndirnar frá Dojtslandi og Mývatni koma væntanlega ekki fyrr en ég verð flutt til Köben. Það er eftir 10 daga svo að ef einhver hefur hug á að kveðja mig áður en ég yfirgef hið fagra land ísa þá skal sá hin sami hafa samband.
Baby baby!
Ég er komin heim að fögru landi ísa. Dojtsland var stórfenglegt. Það er merkilegt að vera í fimmtu kórferðinni sinni og fá aldrei leið. Sem og finnast þær alltaf skemmtilegastar í heiminum. Nánari skýrslugerð um heimssigur Hamrahlíðarkórsins mun koma síðar, þegar búið er að melta þetta betur. Myndirnar frá Dojtslandi og Mývatni koma væntanlega ekki fyrr en ég verð flutt til Köben. Það er eftir 10 daga svo að ef einhver hefur hug á að kveðja mig áður en ég yfirgef hið fagra land ísa þá skal sá hin sami hafa samband.
Baby baby!
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Thetta er skyldu-update. Jeg er lasin og rugla bara adallega og aetla tvhi ekki ad fara hamforum i sogufrasognum en.. Korinn er i Dojtsland. Allt ad gerast. Allir eru ad prumpa vodalega mikid og mismaela sig.
"Vid vorum ad syngja sjodsonginn"
"Hann for i fertugan sleik"
"Aei fyrirgefdu Magnus, jeg helt ad tu vaerir geitungur"
Nanri upplysingar seinna. Skal!
"Vid vorum ad syngja sjodsonginn"
"Hann for i fertugan sleik"
"Aei fyrirgefdu Magnus, jeg helt ad tu vaerir geitungur"
Nanri upplysingar seinna. Skal!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)