laugardagur, júlí 24, 2004

Ég er hálfnakin

Hér sit ég heima hjá Karól á nærfötunum. Hún er að fara í grillveislu en ég ætla að hanga heima hjá henni og horfa á Futurama þangað til að hún sækir mig. Þá ætlum við að fara í partý. Ég er búin að gera mig að fífli í vinnunni tvisvar. Hér kemur frásögnin

Umræðan snýst um húðflúr sem einn drengurinn vill fá sér
Ragnheiður bjálfi: "Æ já, það er samt halló, svona eins og að fá sér fiðrildi"
Anný yndislega: hlær og segir svo "Já einmitt, svona eins og ég er með?"
Ragnheiður bjálfi: "Ha.. ööö nei ég.. sko.. ég get ekki talað mig út úr þessu.."

Sigurgeir finnur ekki takkan á kassanum fyrir Koníak X.O. Ég er með fullar hendur og get ekki bent honum á takkan

Ragnheiður bjálfi: "Nei, ofar og til hægri"
Sigurgeir:: "Hérna, nei þetta er Martini Bianco"
Ragnheiður bjálfi: "Sigurgeir, þetta er til vinstri! Til hægri, aðeins lengra"
Sigurgeir "Þessi takki er ekkert hérna. Díses!"
Ragnheiður bjálfi: "Aðeins ofar, vá ertu lesblindur eða?"
Sigurgeir: "Já eiginlega"
Ragnheiður bjálfi: "Öö.. sorrý ég hérna.. fokk.. ömmm"

Síðan hef ég síðustu daga bara verið full og haldið áfram að gera mig að fífli. Skemmtilegt það.

Annars vil ég lýsa því yfir að ég elska svo marga stráka að ég á aldrei eftir að geta gifst þeim öllum, nema ég fari á þing og fái fjölkvæni leyft..

Og til þess að gera þetta að ennþá meiri bland í poka færslu þá vil ég endilega að þið sjáið hvað ég er sæt og með fallega fótleggi. Gjöriði svo vel

0 ummæli: