föstudagur, júlí 09, 2004

Sumt fólk er svo yndislegt í ömurleika sínum. Já, ég segi ekki meir.

Engu að síður. Ég ætlaði mér eingöngu að blogga en festist svo í Ferðasögu Mumma sem er afskaplega góð (og löng) lesning. Mæli með því. Mummi þú ert yndislegur. Skemmtilegt líka að lesa allr ferðasögurnar á netinu. Ég verð að sega að ég fyllist bara söknuði. Ferðasagan hans Tyrfings er þó með öllu röng, en ákaflega skemmtileg.

Æ, Ísland er eitthvað svo asnalegt þessa dagana. Ég nenni bara ekki að vera hérna. Er að pæla í að skella mér bara á T in the Park. Já kannski bara eftir svona sex tíma. Já mér lýst bara andskoti vel á það.

Bless, heyrumst bara fremst á Franz Ferdinand, Scissor Sisters, Strokes, Pixies, Rapture, Muse eða einherju álíka mögnuðu bandi (sorrý Tobbi og Pétur, ég gat ekki staðist þetta!). En ég verð þó að segja, its gonna be sweeeeeeet man!

P.S. Afsakið hversu léleg þessi færsla er. Takk fyrir bless

0 ummæli: