fimmtudagur, júlí 15, 2004

Ferðasaga

Ég hef ákveðið að gera ekki plús og mínus lista í þetta skiptið þar sem ansi fáir myndu skilja listann. Hins vegar ætla ég mér að gera líkt og Mummi og rita ferðasöguna frá T in the Park. Ferðasagan verður þó ekki eins stórfengleg og ferðasaga Mumma. Plúsar í ferðinni verða þó feitletraðir, mínusar verða skáletraðir. Ef einhver nær að lesa í gegnum alla söguna þá er hann beðinn um að kommenta. Takk fyrir.

Laugardagur, 9. júlí

Fátt merkilegt er um fyrri part dagsins að segja. Við tókum flugvél til útlanda. Þegar til útlanda var komið tókum við strætó á rútustöðina sem sá um flutninga á ungmennum og öðrum á tónlistarhátíðina T in the Park. Við Ingi ákváðum að skoða okkur eilítið um í miðbænum. Þar gerðist einnig fátt merkilegt, ég keypti mér regnjakka og Ingi varð reiður út í glæpamann Íslands sem var ekki búin að borga honum neinn pening. Því næst tók við tveggja tíma biðröð í rúturnar. Fyrir framan okkur var ákfalega hresst lið af Skotum sem drakk væntanlega þrjá kassa af bjór í röðinni, blés í þokulúðurinn sinn allan tímann, reykti hass og tók línur auk þess sem þau sungu misskemmtileg skotalög. T.d. "Here we, here we, here we fucking go!" Þar að auki spiluðu þau Scooter lög úr litlu ljótu ferðatæki. Þetta gerðu þau einnig í tveggja tíma rútuferðinni á hátíðarsvæðið. Ég og Ingi vorum svo hljóðlát alla ferðina að þau spurðu okkur hvort við værum löggur. Ég hef sjaldan verið jafn fegin og þegar ég steig út úr rútunni, vitandi að ég þyrfti væntanlega ekkert að hitta þetta fólk aftur. Það reyndist rétt. Eftir þetta fundum við tvo Íslendinga sem höfðu tekið frá tjaldstæði fyrir okkur og þrjá Dalvíkinga sem komu seinna um kvöldið. Staðurinn var sá besti, rétt hjá pissugrindverki fyrir strákana, klósetti fyrir mig og síðast en ekki síst Express Burger sem seldi hina vinsælu kjúllaborgara. Mest allur bjórinn kláraðist fyrsta kvöldið sem og sígaretturnar. Að sjálfsögðu voru bæði nauðsynleg en rándýr á svæðinu. Ég lýsti því hátíðlega yfir að mig langaði mest af öllu í Stimulatorinn (átti að vera simulator eins og var alltaf fyrir utan Kringluna). Einnig hélt ég því fram að Aberdeen væri líklega í norðsuður Skotlandi. Eftir eina ferð í klessubílana komumst við Inga að því að tjaldið okkar lak. Það skipti reyndar ekki máli þar sem það ringdi bara fyrstu nóttina.

Laugardagur, 10 júlí

Dagurinn hófst með biðröð inn á svæðið. Biðraðir virðast vera í tísku í Skotlandi. Það er reyndar líka í tísku að vera með plömmer. Og nei, ég er ekki að grínast. Við hættum að telja þegar við áttuðum okkur á því að 95% allra skoskra kvennmanna voru með plömmer viljandi. Næsta biðröð var eftir bjórmiðum og því næst fórum við í biðröð eftir bjór. Köldum bjór af krana. Reyndar verður að segjast eins og er að Tennent's er ekki í miklu uppáhaldi. Ég og Ingi höfum m.a.s. ákveðið að nota Tennent's núna sem blótsyrði. Bjórinn er eingöngu 4.1%, kemur í 440 ml. dósum og maður þarf rúmlega kassa til þess að vera hress. Dagurinn var nokkurn vegin svona: Kasabian, bjór, The Beta Band, bjór, Black Eyed Peas, bjór og pissa, Pink, bjór, Faithless, Keane, bjór og pissa, Starsailor, bjór, Katie Melua, bjór og pissa, The Darkness. Það er að sjálfsögðu óþarfi að taka fram að dagurinn var snilld. Ég ætla samt að gera það. Þetta var snilld. Black Eyed Peas komu mikið á óvart, Pink var reyndar ekkert spes, Jimmy Starsailor var sætur, Keane geðveikir og The Darkness crazy.
Eftir tónleikana upphófst mikil leit að bjór, þar sem allur bjórinn sem við höfum tekið með var búin. Þegar búið var að redda því upphófust einkatónleikar Íslendingana þar sem 57% Íslendingana spiluðu á gítar (ef frá er talið eina lagið sem ég kann að spila og eina gripið sem Himmi kunni). Allt var spilað frá Proclaimers, Bob Dylan, Britney Spears yfir í íslensk sveitballalög og Sigurrós. Ofurölvi og skakki drengurinn í næsta tjaldi var svo hræður að ég er viss um að hann felldi nokkur tár. Frekar gott sessjón

Sunnudagur, 11. júlí

Ég vildi að ég gæti fjórfeitletrað þennan dag. Reyndar var ekki gaman að uppgöta að hraðbankarnir tóku ekki við íslenskum kortum. Sérstaklega var það leiðinlegt í ljósi þess að Haffi og Nonni stóðu í biðröð í einn og hálfan tíma og við fjögur nú peningalaus. Reyndar redduðu Dalvíkingarnir því. Dalvíkslúja! En að tónleikum dagsins. Scissor Sisters voru frábær, sérstaklega borðklúturinn sem Jake Shears var í. Ansi skemmtilegt þegar hann fór úr honum. Franz Ferdinand voru guðdómlegir og ef ég á að segja eins og er þá held ég að Take Me Out hafi verið eitt besta móment hátíðarinnar. (Ég hringdi reyndar í bloggið mitt í því lagi en það virðist hafa klikkað. Leiðinlegt það). The Thrills voru ágætir, The Rapture skemmtilegir, sömuleiðis Golfrapp, Kings of Leon og Badly Drawn Boy. Við náðum akkúrat She Wants to Move með N*E*R*D. Og já, Pharrell er myndalegur. Pixies voru góðir og magnað þegar gítarleikarinn lét gítarinn sinn taka sóló aleinan. The Strokes voru að sjálfsögðu snilldin ein. Reyndar er merkilegt að Casablancas hafi komist í gegnum tónleikana án nokkuru vandræða ef ástandið á honum var líkt og það leit úr fyrir að vera. En svona er rokkið. Ég sé reyndar eftir því að hafa ekki klínt mig utan í Dalvíkingana því þeir rákust víst á Franz Ferdinand. En oh jæja, maður fær ekki allt. Ég þarf væntanlega ekki að taka fram öll pissustoppinn og bjórferðirnar inn á milli tónleika. Allt í allt var þessi dagur bara rugl og alger snilld. Sökum bjórleysis og almennrar þreytu tjilluðum við bara og fórum snemma að sofa.

Mánudagur, 12. júlí

Við drifum okkur með næstu rútu til Glasgow. Það voru engir útúrdópaðir háværir skotar í rútinu og var það gott. Allir fóru á sitt hótel og ég fullyrði að það hafi ég farið í bestu sturtu lífs míns. Strákarnir lögðu sig víst og ég fór að versla. Um kvöldið fengum við okkur alvöru bjór og alvöru mat. Allt klink sem við áttum endaði í Who wants to be a Millionaire spilakassanum. Við röltum á milli bara og sötruðum bjór ásamt því að fara í Hangman (þar sem ég skrifaði femimisti) og fokkings klappleikinn. Drykkjan varð e.t.v. heldur meiri en hún átti að vera. Ég kenni hópþrýsting um. Það er stundum erfitt að vera eina stelpan á svæðinu. Kvöldið var þó frábært í alla staði, e.t.v. þó fyrir utan ætlun Nonna að lemja Dj-inn. Það gekk þó ekki eftir. Engu að síður, frekar góður endir á geðveikri helgi.

Þriðjudagur, 13. júlí

Nonni og Haffi flugu heim, Ingi svaf til 15.30, Dalvíkingarnir horfðu á sjónvarp í fimm klukkutíma og ég verslaði. Allir voru í þynnri kanntinum og rifjuðu upp það heismkulega sem hinir höfðu gert (aðallega ég víst). Hraðbankavesenið hélt áfram og við fengum okkur pizzu á Pizza Hut. Held að ég verðir titluð aumingi pizzunnar eftir að hafa gefist upp eftir tvær sneiðar af hvítlauksbrauði og eina pizzusneið. Síðan kíktum við í bíó á Shrek 2. Magnað það.. Síðan kom loksins rigning og við fórum heim að pakka.

Miðvikudagur, 14, júlí
Við flugum heim. Púnktur.

0 ummæli: