fimmtudagur, júlí 08, 2004

Dining out for dummies

Uppkast að þriðja kafla - Að sýna þjóninum virðingu.

Flestir sem vinna á veitingarstöðum eru ekki þar vegna þess að þeir nenntu ekki að klára stúdenspróf og ákváðu í staðinn að læra þjóninn. Vissuleg er það fólk til en það er með öllu rangt að halda því fram um alla. Oftar en ekki eru þjónar námsmenn í hlutastörfum. Fólk sem er að læra bókmenntafræði, lögfræði, líffræði eða aðrar merkilegar og vitsmunalega krefjandi námsgreinar. Það er því með öllu óþarft að halda að traðka megi á þjóninum vegna þess að hann sé heimskur lítill og vitlaus. Í flestum tilfellum er það viðskiptavinurinn sem er heimskur og dónalegur.

Það er vissulega vel metið þegar viðskiptavinurinn reynir að aðstoða þjóninn við starfið t.d. með því að rétta honum brauðkörfur sem hann á erfitt með að teygja sig í, vatnsglas sem ómögulegt er að hella vatni í eða jafnvel þagga niður í vinum sínum þegar þjóninn reynir að taka hjá þeim pöntun. Hins vegar verða viðskiptavinir að athuga að frekjuleg aðstoð er ekki hjálpsamleg. Tökum dæmi. Fimmtán manns eru saman úti að borða. Þjóninn kemur inn til þess að hreinsa aðalréttadiskana. Fjórir hafa staflað öllum hnífapörunum, brauðdisknum og vatnsglasinu á aðalréttadiskinn. Þetta hjálpar þjóninum með engu móti. Þvert á móti gerir þetta það að verkum að í staðinn fyrir að fara e.t.v. tvær ferðir verður þjóninn nú að fara a.m.k. fjórar ferðir. Gleymið ekki að ein af lífreglum þjóna er ætíð að spara ferðina.

0 ummæli: