Löngun og lystisemdir
Stundum fæ ég einhverja óstjórnlega, óútskýranlega löngun í eitthvað. Nú er ég ekki að tala um hluti eins og súkkulaði, kók eða kaffi. Um daginn var ég að keyra og skyndilega langaði mig í ekkert annað en egg. Ég sá fyrir mér í hyllingum hvítt, fagurlaga egg og varð ekki rórri fyrr en ég hafði skottast út í búð, keypt mér eggjabakka og fengið mér harðsoðið egg.
Það er jú kannski alveg eðlilegt að við mannfólkið fáum löngun í einhvers konar mat. En sjáiði til, ég er ekki trúuð og að því sem ég best veit við frekar góða geðheilsu. Það er mér því með öllu óskiljanlegt afhverju ég vankaði í gærmorgun með brjálaða löngun, sem magnast bara með tímanum, í að gefa styttu af Jesús fimmu!
föstudagur, október 26, 2007
Ég og Mokki erum DJ Mary & Molly Goodnight.
Nokkrar Guilty Pleasure Power Ballöður
Against all Odds - Phil Collins
I Will Always Love you - Whitney Huston
Careless Whisper - George Micheal
I Don't Want to Miss a Thing - Aerosmith
Always - Bon Jovi
föstudagur, október 19, 2007
Practical fun in the now..?
Mér finnst svo leiðinlegt að fólk sé með öllu hætt að hrekkja hvort annað. Ég er ekki að meina einhver ljót prakkarastrik þar sem fólk endar allt útbíað í hveiti, heldur vel úthugsuð og skipulögð prakkarstrik. Síðustu ár hef ég strengt það áramótaheit að á komandi ári ætli ég að gera fleiri prakkarastrik, sem ég hef aldrei komið í verk, enda ekki með neitt ákveðið fórnarlamb í huga né viss um hvað ég vilji gera. Og hversu rótæk vil ég vera? Ekki fer ég að feta í fótspor vinahópsins sem málaði hús vinar síns bleikt með tölustöfunum 40 máluðu að framan í mjög skærum appelsínugulum lit, í tilefni að fertugsafmæli húseiganda. Eða á það að vera sms-grín eins og strákar sem unnu með mér í sumar voru að stunda? Vinur þeirra tapaði veðmáli gegn þeim og fékk því á hverjum degi sms sem í stóð "Þetta er sms 1 af 450" eða "Þetta er sms 325 af 450". Eða jafnvel svona grín eins og Tyrfingur og Sigurður Unnar stunduðu í Vín. Að senda hitt og þetta í Velvakanda, sjálfri mér til skemmtunar. Eða smávægilegt ljótt grín eins og að losa tappana af salt- og piparstaukunum á veitingarhúsum, setja plastfilmu yfir klósett, setja matarlit í mjólkina hjá fólki svo að hún sé skyndilega græn eða bara það gamla góða, símaat.
Ég veit það s.s. ekki, en hef ákveðið að á komandi vikum muni ég leggjast yfir þetta og framkvæma eitthvað mjög gott og útpælt prakkarstrik, einhverjum vini mínum til gleði og ama. Og svo verða þau fleiri og fleiri og fleiri..
Mér finnst svo leiðinlegt að fólk sé með öllu hætt að hrekkja hvort annað. Ég er ekki að meina einhver ljót prakkarastrik þar sem fólk endar allt útbíað í hveiti, heldur vel úthugsuð og skipulögð prakkarstrik. Síðustu ár hef ég strengt það áramótaheit að á komandi ári ætli ég að gera fleiri prakkarastrik, sem ég hef aldrei komið í verk, enda ekki með neitt ákveðið fórnarlamb í huga né viss um hvað ég vilji gera. Og hversu rótæk vil ég vera? Ekki fer ég að feta í fótspor vinahópsins sem málaði hús vinar síns bleikt með tölustöfunum 40 máluðu að framan í mjög skærum appelsínugulum lit, í tilefni að fertugsafmæli húseiganda. Eða á það að vera sms-grín eins og strákar sem unnu með mér í sumar voru að stunda? Vinur þeirra tapaði veðmáli gegn þeim og fékk því á hverjum degi sms sem í stóð "Þetta er sms 1 af 450" eða "Þetta er sms 325 af 450". Eða jafnvel svona grín eins og Tyrfingur og Sigurður Unnar stunduðu í Vín. Að senda hitt og þetta í Velvakanda, sjálfri mér til skemmtunar. Eða smávægilegt ljótt grín eins og að losa tappana af salt- og piparstaukunum á veitingarhúsum, setja plastfilmu yfir klósett, setja matarlit í mjólkina hjá fólki svo að hún sé skyndilega græn eða bara það gamla góða, símaat.
Ég veit það s.s. ekki, en hef ákveðið að á komandi vikum muni ég leggjast yfir þetta og framkvæma eitthvað mjög gott og útpælt prakkarstrik, einhverjum vini mínum til gleði og ama. Og svo verða þau fleiri og fleiri og fleiri..
þriðjudagur, október 16, 2007
Af sjálfs síns heimsku
Þegar ég keyrði framhjá sundlauginni varð ég skyndilega sannfærð um að ég hefði gleymt bíllyklunum á afgreiðsluborðinu í búðinni sem ég hafði verið í. Ég fór í ofvæni að leita í töskunni minni allt þar til að ég áttaði mig á því að þeir væri að sjálfsögðu í startinu, fyrst að bílinn væri á ferð. Sem er álíka heimskulegt og að leita að gleraugunum sínum með þau á nefinu. Þó ekki jafn heimskulegt og þegar ég sat í metróinu í Kaupmannahöfn, horfði á stóru, löngu rúllustigana og velti því fyrir mér hvernig fólk ætti eiginlega að komast úr metróinu af allt yrði rafmagnslaust, því að einu leiðirnar upp væru rafknúnar. Rúllustigar og lyftur. Svo áttaði ég mig fljótlega á því að það væri hægt að ganga upp rúllustigana, jafnvel þó að þeir væru rafknúnir.
Þegar ég keyrði framhjá sundlauginni varð ég skyndilega sannfærð um að ég hefði gleymt bíllyklunum á afgreiðsluborðinu í búðinni sem ég hafði verið í. Ég fór í ofvæni að leita í töskunni minni allt þar til að ég áttaði mig á því að þeir væri að sjálfsögðu í startinu, fyrst að bílinn væri á ferð. Sem er álíka heimskulegt og að leita að gleraugunum sínum með þau á nefinu. Þó ekki jafn heimskulegt og þegar ég sat í metróinu í Kaupmannahöfn, horfði á stóru, löngu rúllustigana og velti því fyrir mér hvernig fólk ætti eiginlega að komast úr metróinu af allt yrði rafmagnslaust, því að einu leiðirnar upp væru rafknúnar. Rúllustigar og lyftur. Svo áttaði ég mig fljótlega á því að það væri hægt að ganga upp rúllustigana, jafnvel þó að þeir væru rafknúnir.
sunnudagur, október 14, 2007
The Best of the Worst
Ég er sjúk í slæma one-hit-wondera. Ég skil eiginlega ekki afhverju ég vanrækti þennan frábæra blogglið. Og þar sem ég hef verið dugleg að grafa upp einshittara er tími til að starta þessu að nýju.
Árið 1992 var frægðarár hins unga og upprennandi Jordy Lemoine. Frægðarsól hans skein þó ekki skærast sökum ótrúlegra tónlistarhæfileika heldur vegna þess að Jordy var einungis 4 ára þegar lagið hans Dur dur d'être bébé náði fyrsta sæti á vinsældarlistum út um allan heim. Jordy var skjúklega krúttlegur í gallabuxnafötum frá toppi til táar, vatnsgreiddur og með rauðan tóbaksklút. Sjálf átti ég ekki plötuna hans, Suprise Package, en fór í ófáar heimsóknir til þriggja systra, sem bjuggu við hliðiná mér, í þeim eina tilgangi að hlusta á plötuna þeirra.
Um sex ára aldurinn (æ þið vitið, poppstjörnualdurinn) bannaði franska ríkistjórnin Jordy að koma fram því þeim fannst foreldrar hans vera að nota hann eingöngu til að græða á honum. Jordy lág í dvala í allt þar til dagsins í dag, væntalega að að klára grunnskóla, fara í mútur, fá punghár og vera á gelgjunni. Í dag er hann hinsvegar að reyna að vera rokkstjarna. Það er þó að mínu mati klárlega skref afturábak aðallega vegna þess að hann er alls ekkert krúttlegur lengur. Ég mæli með þessum þremur vidjóum:
Vídjóið við Dur dur d'être bébé. Jordy er á bleyju, ekki í gallafatadressinu og í barnastól því eins og segir í laginu "It's Tough to be a Baby"
Alison, hitt fræga lagið hans Jordy. Frekar fönní vídjó í semi teiknimyndastíl og hér er Jordy í margumræddu galladressi!
Jordy flytur Dur dur d'être bébé fyrir Hollywood. Hann er ekki alveg með það á hreinu hvernig á að mæma í mírkafón eða hvernig á að halda á míkrafóni yfir höfuð. Jordy er í barnasmóking með langleggja, hávaxnar módelpíur að dansa fyrir aftansig og Whitney HUston og fleiri hlægja að honum. Eða með honum? Dæmiði sjálf.
Ég er sjúk í slæma one-hit-wondera. Ég skil eiginlega ekki afhverju ég vanrækti þennan frábæra blogglið. Og þar sem ég hef verið dugleg að grafa upp einshittara er tími til að starta þessu að nýju.
Árið 1992 var frægðarár hins unga og upprennandi Jordy Lemoine. Frægðarsól hans skein þó ekki skærast sökum ótrúlegra tónlistarhæfileika heldur vegna þess að Jordy var einungis 4 ára þegar lagið hans Dur dur d'être bébé náði fyrsta sæti á vinsældarlistum út um allan heim. Jordy var skjúklega krúttlegur í gallabuxnafötum frá toppi til táar, vatnsgreiddur og með rauðan tóbaksklút. Sjálf átti ég ekki plötuna hans, Suprise Package, en fór í ófáar heimsóknir til þriggja systra, sem bjuggu við hliðiná mér, í þeim eina tilgangi að hlusta á plötuna þeirra.
Um sex ára aldurinn (æ þið vitið, poppstjörnualdurinn) bannaði franska ríkistjórnin Jordy að koma fram því þeim fannst foreldrar hans vera að nota hann eingöngu til að græða á honum. Jordy lág í dvala í allt þar til dagsins í dag, væntalega að að klára grunnskóla, fara í mútur, fá punghár og vera á gelgjunni. Í dag er hann hinsvegar að reyna að vera rokkstjarna. Það er þó að mínu mati klárlega skref afturábak aðallega vegna þess að hann er alls ekkert krúttlegur lengur. Ég mæli með þessum þremur vidjóum:
Vídjóið við Dur dur d'être bébé. Jordy er á bleyju, ekki í gallafatadressinu og í barnastól því eins og segir í laginu "It's Tough to be a Baby"
Alison, hitt fræga lagið hans Jordy. Frekar fönní vídjó í semi teiknimyndastíl og hér er Jordy í margumræddu galladressi!
Jordy flytur Dur dur d'être bébé fyrir Hollywood. Hann er ekki alveg með það á hreinu hvernig á að mæma í mírkafón eða hvernig á að halda á míkrafóni yfir höfuð. Jordy er í barnasmóking með langleggja, hávaxnar módelpíur að dansa fyrir aftansig og Whitney HUston og fleiri hlægja að honum. Eða með honum? Dæmiði sjálf.
sunnudagur, október 07, 2007
Ljúfmenni á Leifi
Heift föstudagskvöldsins hefur sem betur fer haldið á brott. Ykkur sem komuð að kasta á mig kveðju bið ég afsökunar. Kvartanir berist til ölvuðu fávitna. Næst verð ég grimmari í að láta henda út (þá væntanlega ekki fólkinu sem kemur til að kasta á mig kveðju heldur fólkinu sem kemur til að kasta í mig skít).
Post-China er fínt. Líkt og allir aðrir Kínafarar hef ég nóg að gera, þó sem betur fer ekki í bókalestri. Ég vinn og sinni Leifi. Það er gott og ég hlusta á Bítlana með foreldrum mínum. Við Karól rifum síðasta gólflagið af þremur í holinu og uppgötuðum allmarga ljóta liti undir margmáluðu veggfóðrinu. Sinnepsgulan, lillabrúnfjólubláan, dökkbrúnan og niðurgangsbarnabrúnan svo eitthvað sé nefnt. Allt mjög smekklegir litir síns tíma. En það gengur vel með Leifi og verður öllum sem vilja bráðlega boðið í málningarpartý. Ég sé um grímur, galla, bjór, málningu og pennsla. Þið sjáið um að mála.
Annars mun Kínakórinn halda tónleika í Háteigskirkju í kvöld kl. 20. Við syngjum stórverk og verðum temmilega laus við innanborðsbrandarana.
Heift föstudagskvöldsins hefur sem betur fer haldið á brott. Ykkur sem komuð að kasta á mig kveðju bið ég afsökunar. Kvartanir berist til ölvuðu fávitna. Næst verð ég grimmari í að láta henda út (þá væntanlega ekki fólkinu sem kemur til að kasta á mig kveðju heldur fólkinu sem kemur til að kasta í mig skít).
Post-China er fínt. Líkt og allir aðrir Kínafarar hef ég nóg að gera, þó sem betur fer ekki í bókalestri. Ég vinn og sinni Leifi. Það er gott og ég hlusta á Bítlana með foreldrum mínum. Við Karól rifum síðasta gólflagið af þremur í holinu og uppgötuðum allmarga ljóta liti undir margmáluðu veggfóðrinu. Sinnepsgulan, lillabrúnfjólubláan, dökkbrúnan og niðurgangsbarnabrúnan svo eitthvað sé nefnt. Allt mjög smekklegir litir síns tíma. En það gengur vel með Leifi og verður öllum sem vilja bráðlega boðið í málningarpartý. Ég sé um grímur, galla, bjór, málningu og pennsla. Þið sjáið um að mála.
Annars mun Kínakórinn halda tónleika í Háteigskirkju í kvöld kl. 20. Við syngjum stórverk og verðum temmilega laus við innanborðsbrandarana.
laugardagur, október 06, 2007
Þessi frétt birtist örugglega líka á morgun
Þjóðarsorg
"Ein ástæslasta stúlka þjóðarinnar stökk í sjóinn í nótt eftir að hafa fjötrað sjálfa sig með svörtum ruslapokum við þriggja tonna stálbút. Á slystað fannst fartölva og ferðahátalarar sem spiluðu Þorparann með Pálma Gunnarssyni endurtekið og bréf sem í stóð að þetta væri búið. Verið er að undirbúa minnigarathafnar um land allt og er fólki bent á hjálparsíma 800-SHIT"
Þjóðarsorg
"Ein ástæslasta stúlka þjóðarinnar stökk í sjóinn í nótt eftir að hafa fjötrað sjálfa sig með svörtum ruslapokum við þriggja tonna stálbút. Á slystað fannst fartölva og ferðahátalarar sem spiluðu Þorparann með Pálma Gunnarssyni endurtekið og bréf sem í stóð að þetta væri búið. Verið er að undirbúa minnigarathafnar um land allt og er fólki bent á hjálparsíma 800-SHIT"
Hugsa að þessi frétt birtist í einhverjum fréttasneplinum á morgun.
Óeirðir í miðbæ Reykjavíkur
"Plötusnúður hárreytti mann á öldurhúsi í miðbænum um eitt leitið í gærnótt. Urðu atvik þannig að plötusnúðurinn réðst á mann sem hafði verið að angra hana í þó nokkurn tíma, hárreyti hann, tók hann hreðjartaki, fjötraði hann með svörtum ruslapokum, krotaði frama í hann orðin "Ég er fáviti og aumingi" og teiknaði ósiðsamlegar myndir á andlit og bringu mannsins. Því næst dró hún manninn á nælonbandi, sem saumað var í litlu tá mannsins, á eftir sér á hesti niður að Austurvelli þar sem hún batt mannin á háhest ofan á styttunni af Jóni Leifs og hellti yfir hann ósköpunum öllum af berneissósu, saur, frönskum kartöflum, eplamauki og avókadói og leyfði mávunum að éta hann lifandi. Plötusnúðurinn er laus allra mála en kæra liggur frami gagnvart manninum sökum dónaskaps og leiðinda."
Óeirðir í miðbæ Reykjavíkur
"Plötusnúður hárreytti mann á öldurhúsi í miðbænum um eitt leitið í gærnótt. Urðu atvik þannig að plötusnúðurinn réðst á mann sem hafði verið að angra hana í þó nokkurn tíma, hárreyti hann, tók hann hreðjartaki, fjötraði hann með svörtum ruslapokum, krotaði frama í hann orðin "Ég er fáviti og aumingi" og teiknaði ósiðsamlegar myndir á andlit og bringu mannsins. Því næst dró hún manninn á nælonbandi, sem saumað var í litlu tá mannsins, á eftir sér á hesti niður að Austurvelli þar sem hún batt mannin á háhest ofan á styttunni af Jóni Leifs og hellti yfir hann ósköpunum öllum af berneissósu, saur, frönskum kartöflum, eplamauki og avókadói og leyfði mávunum að éta hann lifandi. Plötusnúðurinn er laus allra mála en kæra liggur frami gagnvart manninum sökum dónaskaps og leiðinda."
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)