sunnudagur, október 07, 2007

Ljúfmenni á Leifi

Heift föstudagskvöldsins hefur sem betur fer haldið á brott. Ykkur sem komuð að kasta á mig kveðju bið ég afsökunar. Kvartanir berist til ölvuðu fávitna. Næst verð ég grimmari í að láta henda út (þá væntanlega ekki fólkinu sem kemur til að kasta á mig kveðju heldur fólkinu sem kemur til að kasta í mig skít).

Post-China er fínt. Líkt og allir aðrir Kínafarar hef ég nóg að gera, þó sem betur fer ekki í bókalestri. Ég vinn og sinni Leifi. Það er gott og ég hlusta á Bítlana með foreldrum mínum. Við Karól rifum síðasta gólflagið af þremur í holinu og uppgötuðum allmarga ljóta liti undir margmáluðu veggfóðrinu. Sinnepsgulan, lillabrúnfjólubláan, dökkbrúnan og niðurgangsbarnabrúnan svo eitthvað sé nefnt. Allt mjög smekklegir litir síns tíma. En það gengur vel með Leifi og verður öllum sem vilja bráðlega boðið í málningarpartý. Ég sé um grímur, galla, bjór, málningu og pennsla. Þið sjáið um að mála.

Annars mun Kínakórinn halda tónleika í Háteigskirkju í kvöld kl. 20. Við syngjum stórverk og verðum temmilega laus við innanborðsbrandarana.

0 ummæli: