sunnudagur, október 14, 2007

The Best of the Worst

Ég er sjúk í slæma one-hit-wondera. Ég skil eiginlega ekki afhverju ég vanrækti þennan frábæra blogglið. Og þar sem ég hef verið dugleg að grafa upp einshittara er tími til að starta þessu að nýju.Árið 1992 var frægðarár hins unga og upprennandi Jordy Lemoine. Frægðarsól hans skein þó ekki skærast sökum ótrúlegra tónlistarhæfileika heldur vegna þess að Jordy var einungis 4 ára þegar lagið hans Dur dur d'être bébé náði fyrsta sæti á vinsældarlistum út um allan heim. Jordy var skjúklega krúttlegur í gallabuxnafötum frá toppi til táar, vatnsgreiddur og með rauðan tóbaksklút. Sjálf átti ég ekki plötuna hans, Suprise Package, en fór í ófáar heimsóknir til þriggja systra, sem bjuggu við hliðiná mér, í þeim eina tilgangi að hlusta á plötuna þeirra.
Um sex ára aldurinn (æ þið vitið, poppstjörnualdurinn) bannaði franska ríkistjórnin Jordy að koma fram því þeim fannst foreldrar hans vera að nota hann eingöngu til að græða á honum. Jordy lág í dvala í allt þar til dagsins í dag, væntalega að að klára grunnskóla, fara í mútur, fá punghár og vera á gelgjunni. Í dag er hann hinsvegar að reyna að vera rokkstjarna. Það er þó að mínu mati klárlega skref afturábak aðallega vegna þess að hann er alls ekkert krúttlegur lengur. Ég mæli með þessum þremur vidjóum:

Vídjóið við Dur dur d'être bébé. Jordy er á bleyju, ekki í gallafatadressinu og í barnastól því eins og segir í laginu "It's Tough to be a Baby"

Alison, hitt fræga lagið hans Jordy. Frekar fönní vídjó í semi teiknimyndastíl og hér er Jordy í margumræddu galladressi!

Jordy flytur Dur dur d'être bébé fyrir Hollywood. Hann er ekki alveg með það á hreinu hvernig á að mæma í mírkafón eða hvernig á að halda á míkrafóni yfir höfuð. Jordy er í barnasmóking með langleggja, hávaxnar módelpíur að dansa fyrir aftansig og Whitney HUston og fleiri hlægja að honum. Eða með honum? Dæmiði sjálf.

0 ummæli: