þriðjudagur, október 16, 2007

Af sjálfs síns heimsku

Þegar ég keyrði framhjá sundlauginni varð ég skyndilega sannfærð um að ég hefði gleymt bíllyklunum á afgreiðsluborðinu í búðinni sem ég hafði verið í. Ég fór í ofvæni að leita í töskunni minni allt þar til að ég áttaði mig á því að þeir væri að sjálfsögðu í startinu, fyrst að bílinn væri á ferð. Sem er álíka heimskulegt og að leita að gleraugunum sínum með þau á nefinu. Þó ekki jafn heimskulegt og þegar ég sat í metróinu í Kaupmannahöfn, horfði á stóru, löngu rúllustigana og velti því fyrir mér hvernig fólk ætti eiginlega að komast úr metróinu af allt yrði rafmagnslaust, því að einu leiðirnar upp væru rafknúnar. Rúllustigar og lyftur. Svo áttaði ég mig fljótlega á því að það væri hægt að ganga upp rúllustigana, jafnvel þó að þeir væru rafknúnir.

0 ummæli: