Löngun og lystisemdir
Stundum fæ ég einhverja óstjórnlega, óútskýranlega löngun í eitthvað. Nú er ég ekki að tala um hluti eins og súkkulaði, kók eða kaffi. Um daginn var ég að keyra og skyndilega langaði mig í ekkert annað en egg. Ég sá fyrir mér í hyllingum hvítt, fagurlaga egg og varð ekki rórri fyrr en ég hafði skottast út í búð, keypt mér eggjabakka og fengið mér harðsoðið egg.
Það er jú kannski alveg eðlilegt að við mannfólkið fáum löngun í einhvers konar mat. En sjáiði til, ég er ekki trúuð og að því sem ég best veit við frekar góða geðheilsu. Það er mér því með öllu óskiljanlegt afhverju ég vankaði í gærmorgun með brjálaða löngun, sem magnast bara með tímanum, í að gefa styttu af Jesús fimmu!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli