Practical fun in the now..?
Mér finnst svo leiðinlegt að fólk sé með öllu hætt að hrekkja hvort annað. Ég er ekki að meina einhver ljót prakkarastrik þar sem fólk endar allt útbíað í hveiti, heldur vel úthugsuð og skipulögð prakkarstrik. Síðustu ár hef ég strengt það áramótaheit að á komandi ári ætli ég að gera fleiri prakkarastrik, sem ég hef aldrei komið í verk, enda ekki með neitt ákveðið fórnarlamb í huga né viss um hvað ég vilji gera. Og hversu rótæk vil ég vera? Ekki fer ég að feta í fótspor vinahópsins sem málaði hús vinar síns bleikt með tölustöfunum 40 máluðu að framan í mjög skærum appelsínugulum lit, í tilefni að fertugsafmæli húseiganda. Eða á það að vera sms-grín eins og strákar sem unnu með mér í sumar voru að stunda? Vinur þeirra tapaði veðmáli gegn þeim og fékk því á hverjum degi sms sem í stóð "Þetta er sms 1 af 450" eða "Þetta er sms 325 af 450". Eða jafnvel svona grín eins og Tyrfingur og Sigurður Unnar stunduðu í Vín. Að senda hitt og þetta í Velvakanda, sjálfri mér til skemmtunar. Eða smávægilegt ljótt grín eins og að losa tappana af salt- og piparstaukunum á veitingarhúsum, setja plastfilmu yfir klósett, setja matarlit í mjólkina hjá fólki svo að hún sé skyndilega græn eða bara það gamla góða, símaat.
Ég veit það s.s. ekki, en hef ákveðið að á komandi vikum muni ég leggjast yfir þetta og framkvæma eitthvað mjög gott og útpælt prakkarstrik, einhverjum vini mínum til gleði og ama. Og svo verða þau fleiri og fleiri og fleiri..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli