Ragnheiður, Karól og Leifur
Það er ágætt að ég hef náð hæstu hæðum hér á Seltjarnesi sem Fjallkona, Seltirningur mánaðarins o.s.frv., því ég er að flytja. Rétt í þessu fjárfesti ég í íbúð á Leifsgötu og er því orðin stór. Þar ætlum við Karól að búa, því það er nauðsynlegt, þegar maður leggst í framkvæmdir, að hafa arkitekt sér við hlið. Ég er búin að dansa eintóman gleðidans síðustu mínúturnar og get vart beðið eftir að komast heim og skoða nýja IKEA bæklinginn. Á Leifi verða vöfflur á sunnudögum, rautt á föstudögum og gleði alla daga. Þið eruð velkomin í heimsókn. Oft! Húrra fyrir föstudegi og tilefnis til fagnaðar! Húrra fyrir Leifi!
föstudagur, ágúst 24, 2007
Ágæti heimur
Ég er ekki hægrisinnuð. Ég hef aldrei verið í Gróttu. Ég hef aldrei verið í Lúðrasveitinni. Ég á ekki fastan slúðurhóp í pottinum. Ég hef samt verið Fjallkona Seltjarnarnesbæjar og í gær náði ég nýjum hæðum
Ég rakst á Seltirning á bar og hann sagði að ég skapaði von fyrir hina í minnihlutahópnum. Ég stefni á bæjarstýru.
Ég er ekki hægrisinnuð. Ég hef aldrei verið í Gróttu. Ég hef aldrei verið í Lúðrasveitinni. Ég á ekki fastan slúðurhóp í pottinum. Ég hef samt verið Fjallkona Seltjarnarnesbæjar og í gær náði ég nýjum hæðum
Ég rakst á Seltirning á bar og hann sagði að ég skapaði von fyrir hina í minnihlutahópnum. Ég stefni á bæjarstýru.
fimmtudagur, ágúst 23, 2007
mánudagur, ágúst 20, 2007
Örlítið um Jackson
Ég er sjúk í Michael Jackson. Ég er nú ekki homzuhækja fyrir ekki neitt. Ég hef aldrei séð mann eiga sviðið jafn ótrúlega og Hr. Jackson í þessu live myndbandi þó að ég skilji ekki þessa vetrarlúffu sem hann er með. En fabulous er hann að öllu öðru leiti. Og ég elska Thriller stuttmyndina með zombie-freestyle dönsunum.
Þess vegna þykir mér indverska útgáfan af Thriller mjög fönní. Lengi lifi Bollywood.
Segjum sem svo að ég yrði alveg vonlaus og svartsýn og færi að brjóta af mér í gríð og erg. Ég myndi stela, kannski belju, bíl eða húsgögnum, berja einhvern, e.t.v. pólitíkusa eða fræga fólkið, svindla á kerfinu, borga ekki í eftirlaunsjóð eða draga að mér milljónir. Þá myndi ég fara í fangelsi. Ef svo lægi við þá myndi ég þvertaka fyrir að fara í nokkuð annað fangelsi en CPDRC á Filippseyjum. Þar reyna fangarnir að slá heimsmet og dansa við Queen, Black Eyed Peas og jú, síðast en ekki síst Thriller.
Ég er svo sjúk í fangaútgáfuna af Thriller þessa dagana að það liggur við að ég reyni að smygla eiturlyfjum inn til Filippseyja. Ég læt það reyndar vera í augnablikinu. Ég myndi kannski berja mann og annan fyrir dillandi hæfileika Jackson, fyrir utan þann stórgóða hæfileika að fara í lýtó og vera snargeðveikur..
Ég er sjúk í Michael Jackson. Ég er nú ekki homzuhækja fyrir ekki neitt. Ég hef aldrei séð mann eiga sviðið jafn ótrúlega og Hr. Jackson í þessu live myndbandi þó að ég skilji ekki þessa vetrarlúffu sem hann er með. En fabulous er hann að öllu öðru leiti. Og ég elska Thriller stuttmyndina með zombie-freestyle dönsunum.
Þess vegna þykir mér indverska útgáfan af Thriller mjög fönní. Lengi lifi Bollywood.
Segjum sem svo að ég yrði alveg vonlaus og svartsýn og færi að brjóta af mér í gríð og erg. Ég myndi stela, kannski belju, bíl eða húsgögnum, berja einhvern, e.t.v. pólitíkusa eða fræga fólkið, svindla á kerfinu, borga ekki í eftirlaunsjóð eða draga að mér milljónir. Þá myndi ég fara í fangelsi. Ef svo lægi við þá myndi ég þvertaka fyrir að fara í nokkuð annað fangelsi en CPDRC á Filippseyjum. Þar reyna fangarnir að slá heimsmet og dansa við Queen, Black Eyed Peas og jú, síðast en ekki síst Thriller.
Ég er svo sjúk í fangaútgáfuna af Thriller þessa dagana að það liggur við að ég reyni að smygla eiturlyfjum inn til Filippseyja. Ég læt það reyndar vera í augnablikinu. Ég myndi kannski berja mann og annan fyrir dillandi hæfileika Jackson, fyrir utan þann stórgóða hæfileika að fara í lýtó og vera snargeðveikur..
þriðjudagur, ágúst 14, 2007
Nokkrar ósamhengislausar hugsanir á rafvænu formi
Ég ætla í sund á eftir. Það besta sem ég geri þegar ég fer í sund er að sitja í gufubaði í nokkuð langan tíma, fara í mjög heita sturtu og stinga mér svo djúpu laugina. Þá grípur kuldinn í húðina og maður verður alveg dofinn í smá stund. Þá get ég ímyndað mér að ég sé í bíómynd, á ljósmynd eða barnið framan á Nirvanaplötunni.
Ég sakna þess heil ósköp að tala ekki dönsku. Ég er að lesa bók á dönsku sem ég les alltaf uphátt, ef aðstæður leyfa. Mig dreymir líka stundum á dönsku t.d. í nótt. Þá verð ég mjög rugluð þegar ég vakna og byrjaði t.d. að tala við mömmu mína á dönsku í morgun.
Einhvern ágætur finni sagði eitt sinn að strákum væri ekki treystandi, ekki einu sinni í miðri viku. Það er víst rétt.
Ég ætla í sund á eftir. Það besta sem ég geri þegar ég fer í sund er að sitja í gufubaði í nokkuð langan tíma, fara í mjög heita sturtu og stinga mér svo djúpu laugina. Þá grípur kuldinn í húðina og maður verður alveg dofinn í smá stund. Þá get ég ímyndað mér að ég sé í bíómynd, á ljósmynd eða barnið framan á Nirvanaplötunni.
Ég sakna þess heil ósköp að tala ekki dönsku. Ég er að lesa bók á dönsku sem ég les alltaf uphátt, ef aðstæður leyfa. Mig dreymir líka stundum á dönsku t.d. í nótt. Þá verð ég mjög rugluð þegar ég vakna og byrjaði t.d. að tala við mömmu mína á dönsku í morgun.
Einhvern ágætur finni sagði eitt sinn að strákum væri ekki treystandi, ekki einu sinni í miðri viku. Það er víst rétt.
mánudagur, ágúst 13, 2007
Ég skrifa skýrslu
Við Himbrimi samstarfsmaður minn (sem heitir alls ekkert Himbrimi heldur Himmi. Og reyndar heitir hann alls ekkert Himmi heldur Hilmar) sitjum nú í sitthvoru herberginu og þykjust skrifa skýrslu. Þetta höfum við gert saman og í sitthvoru lagi undanfarna daga að frátöldum partýdögunum tveimur, laugardegi og sunnudegi. Skýrslan gengur afar hægt en uppgötvun á nýrri tónlist á Myspace gengur mjög vel. Sem og að finna geðveik vídjó á YouTube. YouTube blogg seinna. Ég er líka búin að gera lista yfir nokkra veraldlega hluti sem mig vantar.
- Lítið barn að lesa fyrir. Alls ekki mitt eigið þó.
- Íbúð með herbergi fyrir mig og herbergi fyrir Karól. Alls ekki á milljón kall á mánuði þó.
- Sólarströnd. Alls ekki Ibiza, Mallorca eða álíka.
- Dömukjóla. Alls ekki frá áttunda áratugnum.
- Miða á Gus Gus tónleikana eða pening fyrir miða á Gus Gus tónleikana. Alls ekki óyfirstíganlegt þó (ég geri jú allt fyrir Gus Gus).
- Nýtt rúm. Alls ekki minna en 120 cm.
Það að engum finnist neitt um Fófó í neu rave hér að neðan segir mér aðeins eitt. Neu rave er ekki í tísku.
Við Himbrimi samstarfsmaður minn (sem heitir alls ekkert Himbrimi heldur Himmi. Og reyndar heitir hann alls ekkert Himmi heldur Hilmar) sitjum nú í sitthvoru herberginu og þykjust skrifa skýrslu. Þetta höfum við gert saman og í sitthvoru lagi undanfarna daga að frátöldum partýdögunum tveimur, laugardegi og sunnudegi. Skýrslan gengur afar hægt en uppgötvun á nýrri tónlist á Myspace gengur mjög vel. Sem og að finna geðveik vídjó á YouTube. YouTube blogg seinna. Ég er líka búin að gera lista yfir nokkra veraldlega hluti sem mig vantar.
- Lítið barn að lesa fyrir. Alls ekki mitt eigið þó.
- Íbúð með herbergi fyrir mig og herbergi fyrir Karól. Alls ekki á milljón kall á mánuði þó.
- Sólarströnd. Alls ekki Ibiza, Mallorca eða álíka.
- Dömukjóla. Alls ekki frá áttunda áratugnum.
- Miða á Gus Gus tónleikana eða pening fyrir miða á Gus Gus tónleikana. Alls ekki óyfirstíganlegt þó (ég geri jú allt fyrir Gus Gus).
- Nýtt rúm. Alls ekki minna en 120 cm.
Það að engum finnist neitt um Fófó í neu rave hér að neðan segir mér aðeins eitt. Neu rave er ekki í tísku.
laugardagur, ágúst 04, 2007
Og þá rís ég uppúr ládeyðu!
Sökum anna undanfarið hefur blogg verið í undanhaldi. Ég hef verið að sinna listinni, hugsað um elskulega köttinn minn, unnið og unnið, tekið ákvarðanir um framtíðina og því fylgjandi staðið í hinum ýmsu reddingum því ég hef jú ákveðið að vera á landi ísa, kulda og óeðlilegra langra biðraða á komandi ári. Skiljanlega er margt sem ég þarf að gera.
Í fyrsta lagi á ég hjól og örlitla búslóð í Kóngsins sem þarf að huga að (hjólið er á leiðinni heim, búslóðin er á pásu). Í öðru lagi þarf ég að finna mér samastað, vinnu og vini á landi ísa og kulda (ok, kannski ekki vini, það hljómar samt svo stórvægilegt). Í þriðja lagi hefur öll fjölskylda mín haldið til Kóngsins í heimsókn svo ég er ein að hugsa um lífið og tilveruna. Þau misskildu þetta eitthvað og héldu að ég væri ennþá úti. Eða kannski finnst þeim ég bara svona hryllilega leiðinleg..? Í fjórða lagi hef ég staðið í eilífum e-mail skrifum sökum þess að ég sé ekki að snúa aftur til Kóngsins. Ég hélt að ég hefði ekki myndað svo strekar rætur í Kóngsins en annað hefur komið á daginn. Fyrir utan auðvitað að láta Möggu Drollu vita að vikulegum miðvikudags-ölfundum sé aflýst þar til að ári liðnu hef ég þurft að skrifa hinum og þessum til að láta þá vita að ég muni ekki koma til að leika (þá eins og í Dimmalimm, ekki í leikhúsi), vinna, syngja, spila, leika (þá eins og í leikhúsi) o.s.frv.
En hvað sem því líður. Ég ætla mér að eiga stórkostlegt ár. Og þér, kæri lesandi, er boðið. En nú ætla ég að fá bjór og spila tónlist. Þér er líka boðið. Og þú mátt jafnvel bjóða mér uppá bjór!
Sökum anna undanfarið hefur blogg verið í undanhaldi. Ég hef verið að sinna listinni, hugsað um elskulega köttinn minn, unnið og unnið, tekið ákvarðanir um framtíðina og því fylgjandi staðið í hinum ýmsu reddingum því ég hef jú ákveðið að vera á landi ísa, kulda og óeðlilegra langra biðraða á komandi ári. Skiljanlega er margt sem ég þarf að gera.
Í fyrsta lagi á ég hjól og örlitla búslóð í Kóngsins sem þarf að huga að (hjólið er á leiðinni heim, búslóðin er á pásu). Í öðru lagi þarf ég að finna mér samastað, vinnu og vini á landi ísa og kulda (ok, kannski ekki vini, það hljómar samt svo stórvægilegt). Í þriðja lagi hefur öll fjölskylda mín haldið til Kóngsins í heimsókn svo ég er ein að hugsa um lífið og tilveruna. Þau misskildu þetta eitthvað og héldu að ég væri ennþá úti. Eða kannski finnst þeim ég bara svona hryllilega leiðinleg..? Í fjórða lagi hef ég staðið í eilífum e-mail skrifum sökum þess að ég sé ekki að snúa aftur til Kóngsins. Ég hélt að ég hefði ekki myndað svo strekar rætur í Kóngsins en annað hefur komið á daginn. Fyrir utan auðvitað að láta Möggu Drollu vita að vikulegum miðvikudags-ölfundum sé aflýst þar til að ári liðnu hef ég þurft að skrifa hinum og þessum til að láta þá vita að ég muni ekki koma til að leika (þá eins og í Dimmalimm, ekki í leikhúsi), vinna, syngja, spila, leika (þá eins og í leikhúsi) o.s.frv.
En hvað sem því líður. Ég ætla mér að eiga stórkostlegt ár. Og þér, kæri lesandi, er boðið. En nú ætla ég að fá bjór og spila tónlist. Þér er líka boðið. Og þú mátt jafnvel bjóða mér uppá bjór!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)