Örlítið um Jackson
Ég er sjúk í Michael Jackson. Ég er nú ekki homzuhækja fyrir ekki neitt. Ég hef aldrei séð mann eiga sviðið jafn ótrúlega og Hr. Jackson í þessu live myndbandi þó að ég skilji ekki þessa vetrarlúffu sem hann er með. En fabulous er hann að öllu öðru leiti. Og ég elska Thriller stuttmyndina með zombie-freestyle dönsunum.
Þess vegna þykir mér indverska útgáfan af Thriller mjög fönní. Lengi lifi Bollywood.
Segjum sem svo að ég yrði alveg vonlaus og svartsýn og færi að brjóta af mér í gríð og erg. Ég myndi stela, kannski belju, bíl eða húsgögnum, berja einhvern, e.t.v. pólitíkusa eða fræga fólkið, svindla á kerfinu, borga ekki í eftirlaunsjóð eða draga að mér milljónir. Þá myndi ég fara í fangelsi. Ef svo lægi við þá myndi ég þvertaka fyrir að fara í nokkuð annað fangelsi en CPDRC á Filippseyjum. Þar reyna fangarnir að slá heimsmet og dansa við Queen, Black Eyed Peas og jú, síðast en ekki síst Thriller.
Ég er svo sjúk í fangaútgáfuna af Thriller þessa dagana að það liggur við að ég reyni að smygla eiturlyfjum inn til Filippseyja. Ég læt það reyndar vera í augnablikinu. Ég myndi kannski berja mann og annan fyrir dillandi hæfileika Jackson, fyrir utan þann stórgóða hæfileika að fara í lýtó og vera snargeðveikur..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli