föstudagur, ágúst 31, 2007

Ragnheiður, Karól og Leifur

Það er ágætt að ég hef náð hæstu hæðum hér á Seltjarnesi sem Fjallkona, Seltirningur mánaðarins o.s.frv., því ég er að flytja. Rétt í þessu fjárfesti ég í íbúð á Leifsgötu og er því orðin stór. Þar ætlum við Karól að búa, því það er nauðsynlegt, þegar maður leggst í framkvæmdir, að hafa arkitekt sér við hlið. Ég er búin að dansa eintóman gleðidans síðustu mínúturnar og get vart beðið eftir að komast heim og skoða nýja IKEA bæklinginn. Á Leifi verða vöfflur á sunnudögum, rautt á föstudögum og gleði alla daga. Þið eruð velkomin í heimsókn. Oft! Húrra fyrir föstudegi og tilefnis til fagnaðar! Húrra fyrir Leifi!

0 ummæli: