mánudagur, ágúst 13, 2007

Ég skrifa skýrslu

Við Himbrimi samstarfsmaður minn (sem heitir alls ekkert Himbrimi heldur Himmi. Og reyndar heitir hann alls ekkert Himmi heldur Hilmar) sitjum nú í sitthvoru herberginu og þykjust skrifa skýrslu. Þetta höfum við gert saman og í sitthvoru lagi undanfarna daga að frátöldum partýdögunum tveimur, laugardegi og sunnudegi. Skýrslan gengur afar hægt en uppgötvun á nýrri tónlist á Myspace gengur mjög vel. Sem og að finna geðveik vídjó á YouTube. YouTube blogg seinna. Ég er líka búin að gera lista yfir nokkra veraldlega hluti sem mig vantar.

- Lítið barn að lesa fyrir. Alls ekki mitt eigið þó.
- Íbúð með herbergi fyrir mig og herbergi fyrir Karól. Alls ekki á milljón kall á mánuði þó.
- Sólarströnd. Alls ekki Ibiza, Mallorca eða álíka.
- Dömukjóla. Alls ekki frá áttunda áratugnum.
- Miða á Gus Gus tónleikana eða pening fyrir miða á Gus Gus tónleikana. Alls ekki óyfirstíganlegt þó (ég geri jú allt fyrir Gus Gus).
- Nýtt rúm. Alls ekki minna en 120 cm.

Það að engum finnist neitt um Fófó í neu rave hér að neðan segir mér aðeins eitt. Neu rave er ekki í tísku.

0 ummæli: