þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Nokkrar ósamhengislausar hugsanir á rafvænu formi

Ég ætla í sund á eftir. Það besta sem ég geri þegar ég fer í sund er að sitja í gufubaði í nokkuð langan tíma, fara í mjög heita sturtu og stinga mér svo djúpu laugina. Þá grípur kuldinn í húðina og maður verður alveg dofinn í smá stund. Þá get ég ímyndað mér að ég sé í bíómynd, á ljósmynd eða barnið framan á Nirvanaplötunni.

Ég sakna þess heil ósköp að tala ekki dönsku. Ég er að lesa bók á dönsku sem ég les alltaf uphátt, ef aðstæður leyfa. Mig dreymir líka stundum á dönsku t.d. í nótt. Þá verð ég mjög rugluð þegar ég vakna og byrjaði t.d. að tala við mömmu mína á dönsku í morgun.

Einhvern ágætur finni sagði eitt sinn að strákum væri ekki treystandi, ekki einu sinni í miðri viku. Það er víst rétt.

0 ummæli: