Köttur úti í mýri..
Og þá hef ég yfirgefið Brasilíu. Í flugvélinni frá Rio De Janeriro til Parísar varð ég algerlega rugluð í öllum þessum tungumálum og hóf að tala dönsku við franska flugfreyju eftir að hafa reynt að tala við hana á portúgölsku. Ég áttaði mig á því að ég vaeri komin til Evrópu vegna þess að allir lyktuðu af ilmvatni og rakspíra en ekki sápu. Ég hafði einnig þróað með mér þann furðulega vana þegar ég var í Brasilíu að telja tærnar á fólki. Hins vegar eru allir í Evrópu í lokuðum skóm svo að ég veit ekkert hvort að fólk í París, London né Köben séu yfirleitt með 10 tær.
Nú tekur við örlítið meira af hinu sæta lífi af í Köben í þrjá daga hjá elskulegu Karól minni áður en haldið verður heim á Klakann. Þ.e.a.s. ef ég dey ekki úr kulda.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli