miðvikudagur, maí 25, 2005

250505

Ég: "Klapp klapp klapp. Til hamingju"
Ég: "Já takk takk"

Fyrir nokkrum árum var mér tjáð að 25. maí, þessi merkisdagur í mannkynssögunni, væri hinn alþjóðlegi Hanson dagur (eins og dyggir lesendur þessa bloggs vita, sérstaklega hún). Og jafnvel þó að ég geti ekki fundið neinar haldbærar sannanir fyrir því að það sé satt og rétt mun ég halda áfram að halda uppá Þö innternasjónal Hansondei sem og afmælið mitt þann 25. maí. Það er líka mun auðveldara að halda uppá Hansonsdaginn heldur en þessa viku sem byrjar í dag og heitir alltof löngu og flóknu nafni. Markiðslisti fyrir 250505-250506 er í vinnslu.

0 ummæli: