sunnudagur, maí 15, 2005

Topp tíu listi
-Að koma heim til Íslands-

10. Að geta farið reglulega í ræktina (plebbalegt en satt engu að síður)
9. Að vera brúnni en flestir, þó svo en flestum finnist ég ekkert brún (bara svo að þið vitið það þá er brúnkan núna í sögulegu hámarki..)
8. Að heyra international hittara á skemmtistöðum sem maður fílar ekki bara lélegt píkupopp (ekki misskilja, það er að sjálfsögðu fátt sem jafnast á við live samba í Rio De Janeiro..)
7. Mömmumatur
6. Miðnætursólin
5. Að endurheimta iPodinn minn sem var í pössun hjá Karól. Ég á nú bókaðan tíma hjá lækni sem ætlar að græða hann við mjöðmina á mér.
4. Loksins, alvöru latte og góður í þokkabót (ekki veit ég hver sagði að kaffi í Brasilíu væri gott.. sá hafði allavega mjög rangt fyrir sér)
3. Íslenska vatnið, hallelúja
2. Sumarfílingurinn í öllu fólkinu
1. Allir fallegu og góðu vinir mínir og familía

0 ummæli: