þriðjudagur, apríl 19, 2005

Af Magnolio og leidinlegum logreglumonnum

Flugvélin mín stoppadi í hverjum einasta bae á nordurstrond Brasilíu. Mér leid allavega tannig. Eftir fjórtán tíma komst ég loks til Santarém. Tar tók á móti mér madur af nafni Mangolio med mikid grátt, krullad hár og rámustu rodd sem ég hef heyrt í lengri lengri tíma. Ekki nóg med tad, heldur er hann útlaerdur trúdur, laerdi hjá bestu trúdum Sudur Ameríku. Og hann á tvo litla pylsuhunda sem heita bádir Jimmy. Magnolio henti mér inn í litlu raudu bjolluna sína og keyrdi ad stad. T.e.a.s. tegar bjallan fór loksins í gang. Reglulega stoppadi hann til ad laga afturljósin tví tau duttu alltaf úr holdunum. Og hann sagdi mér ad hann yrdi ad passa sig tegar hann keyrdi í holur tví ad vélinni vaeri haldid saman med spotta sem losnadi alltaf tegar hann keyrdi í holur. Eda ég held ad hann hafi sagt tad tví ad vélin í litlu, raudu bjollunni var svo hávaer ad madur heyrdi vart orda skil. Ég fékk ad gista heima hjá Magnolio í húsid hans (sem minnir mig reyndar meira á lítinn kofa) sem stendur á bokkum Amazonáar. Fyrst reyndi hann ad hengja hengirúmid mitt upp inní stofu en sá ad krókarnir voru of langt frá hvor odrum. Svo ad hann skellti tví bara upp inni hjá sér. Rétt ádur en hann sofandi sagdi hann "Mundu ad sofa á ská, annars brýturu bakid á tér. Ef tú getur ekki sofnad tá geturu alveg komid uppí til mín".

Daginn eftir var komid ad logregluheimsókininni. Fyrst hitt ég einn mann, sem heitir orugglega Feio, eda ljótur. Hann var tad allavega, sem og leidinlegur. Og hann vildi ekki framlengja vísanu mínu. Sagdi ad annar madur tyrfti ad gera tad. Svo ad ég tyrfti ad koma aftur klukkan 14.30. Ég átti ad fara frá Santarém klukkan 15.00. Tegar ég kom aftur var mér tjád ad tessi madur, sem er víst sá eini sem má stimpla vegabréfid, vaeri ekki vid og yrdi ekki vid fyrr en daginn eftir. Og ég svo sver, ég reyndi allt. Tóttist ekki skilja og hélt áfram ad leika stimpla med hondunum. Sagdi teim ad ég vaeri ad fara og yrdi ad fá visanu framlengt ádur en ég faeri. Endadi svo á tví ad setjast nidur og gráta til ad sjá hvort ad tad myndi ganga. Sat m.a.s. í anddyri logreglustodvarinnar svo ad allir vorkenndu mér og sogdu teim ad stimpla. En nei, eigi skal stimplad! Ég fór og byrjadi ad skaela í alvorunni. Og svo kom hellidemba. Mig langadi bara heim. Ég hafdi engan stad til ad gista á, hélt ad ég vaeri búin ad missa ad bátnum, vissi ekki hvad ég aetti ad gera og fannst Brasilía bara asnalegt land. En einmitt tegar manni finnst allt omurlegast tá batnar tad. Hollensk kona sem ég hafdi hitt fyrr um daginn baud mér ad gista hjá sér og var ekkert nema almennileg heitin. Báturinn fer á midvikudaginn.

Svo ad ég eyddi ollum deginum í ad bída. Fyrst beid ég í trjá tíma hjá logreglunni. Missti af rútu sem fer einu sinni á dag. Akkúrat tegar ég var hvad pirrudust yfir tví komu logreglutjónar med tvo menn í handjárnum sem hofdu raent fullt af pening. Teir voru ekki geymdir inni í fangaklefa eda í yfirheyrsluherbergi eins og í Law and Order, heldur sitthvoru megin vid mig í sófanum. Og svo komu trjár sjónvarpstodvar til ad búa til frétt um málid. Peningarnir, bófarnir, loggann sem handsamadi bófana, einhver kall sem ég veit ekki hvad hafdi med málid ad gera og ég, oll í andyri logreglustodvarinnar og oll í sjónvarpinu. Loks komst ég inn til vegabréfsmannsins, sem sendi mig í bankann. Tar beid ég í tvo tíma. Og svo fór ég aftur til logreglunnar. Tá var vinur minn í hádegismat, svoa dég settist bara hjá fongunum, sem voru enn í sófanum, og baud teim súkkuladi. Sem var ekki mjog gáfulegt, tví ad teir voru handjárnadir og gátu ekki fengid sér neitt súkkuladi.

En, ég er nú en á ný logleg hér í Brasilíu. Ferdinni er tví heitid nidur Amazoná, med trúdnum Magnolio og odru fólki (t.á.m. kvikmyndatokumanni sem er ad búa til vídjó um tetta allt!). Tar munum vid sigla á milli lítilla torpa, liggja í hengirúmum, horfa á sólina setjast og rísa, syngja kórlog (adallega ég og tetta kórinnskot ertileinkad Steinari) o.s.frv. Ef allt leyfir, tá mun ég naest halda yfir til Perú til elsku Hollu.

Beijo!

0 ummæli: