Ì midjum regnskóginum...
Suruacá er lítill baer í midjum regnskóginum vid Amazoná. Áin er 18 km. breyd tegar hún er breydust. Í Suruacá er allt handgert. Húsin eru búin til úr spítum og stráum, sturturnar eru litlir kelfar fyrir utan húsin sem og klósettinn. Haenur og haenuungar ganga um lausum hala og flýja ketti og hunda sem fá líka ad leika um lausir. Í gaer vard mikid uppteyti tegar páfagaukur flaug inn í midjan mannfjolda og byrjadi ad gogga í lítil born. Fólk eydir morgninum í fiska og eftirmiddeginum í ad sauma fiskinetin sín. Bornin leika sér med hnetur og hlaupa um og skríkja í indjánaleik. Útvarpid eru tveir hátalarar í midjum baenum sem eru í gangi á morgnanna, í hádeginu og á kvoldin. Í trjánum eru apar og allskonar fuglar sem gefa frá sér furduleg hljód. Hér er einn stadur sem haegt er ad tala í GSM síma og stundum er rod á tennan stad. Í gaer héldum vid lítil bíó hérna í midbaenum og oll bornin hlupu fyrir aftan tjaldid til ad sjá hvadan myndin kaemi. Og ekki veit ég hvad tessi tolva er ad gera hérna tví sídur tetta internet en tad er allavega til stadar.
Já elsku fólk, tetta er lífid hér á midbaugi jardar..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli