laugardagur, apríl 02, 2005

Lífid í Brasilíu - 4. kafli
Af portúgolsku

Portúgalskan mín er eitthvad á vid kínverskan nýbúa á Íslandi sem getur gert sig skiljanlegan. Fór um daginn í spúpermarkad, tad var brjálad ad gera og ég beid í 30 min. eftir ad komast ad kassanum. Var búin ad rada ollu á faeribandid og beid eftir ad kallinn myndi afgreida mig.

Afgreidslukall: "Tessi rod er eingongu fyrir ellilífeyristega og oryrkja. Fardu í adra rod"
Ragnheidur: "Ha, en ég bída ádan 30 minutur"
Afgreidslukall: "Tú ert ekki ellilífeyristegi né oryrki. Fardu í adra rod"
Ragnheidur: "Já já. Ég núna fara, bída meira 30 minútur onnur rod? Ha, allt saman vera klukkutima?"
Afgreislukall byrjar ad týna dótid mitt af faeribandinu og koma tví fyrir í innkaupakerrunni minni
Ragnheidur: "Haettu! Ég búa til sjálfur!"

Tvisvar í viku kemur portúgolskukennari hingad heim. Hann heitir Tom og talar med sterkum amerískum hreim, enda vinnur hann sem týdandi fyrir Sameinudu Tjódirnar. Tegar Tom er ekki hérna tá er hann venjulega midpunktur brandarana. Tad er reyndar algerlega tilganslaust fyrir mig ad segja ykkur brandarana tví ad teir ganga bara upp hérna innanhúss. En Tom er gódur kennari og vid erum oll ad laera hratt.
Audvitad er edlilegt ad madur miskilji hluti stundum. Tegar ég kom til Brasilíu var sumarfrí. Allar ruslatunnur og allir ruslakallar eru merk "Preifetura" og ég áaetladi ad tad vaeri einhverskonar sorphirda. Tegar skólinn byrjadi voru allt í einu oll bornin í bolum merkt "Preifetura" og ég gat engan vegin áttad mig á tví afhverju oll bornin varu merkt "Soprhirda". En Preifetura týdir audvitad ekkert sporhirda heldur hid opinbera, tannig ad krakkarnir sem eru í Preifertura skólabúningum eru ekki traelar í sorphirdunni hér í Rio heldur í opinberum skólum.

0 ummæli: