Going to the chapel..
Hér er listi yfir hluti sem að ég myndi hiklaust giftast ef það væri mögulegt..
- iPodinn minn
- Satay salatið á Vegamótum
- Latte eða latte maccitao og biscotti á Te og kaffi
- Franz Ferdinand
- Djúpsteiktur Camembert með jarðaberjasultu (yrði væntanlega spikfeit eftir það hjónaband)
- Seth úr O.C.
- Tónlistargyðjunni
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
Heimsku útlendingar þrjú
Kona í röndóttri peysu: "Yeah the midnight sun is so amazing. I've never seen anything like it"
Kona með risastór gleraugu: "Yeah it's something. It just makes me so confused. I could never be an Icelander"
Kona í röndóttri peysu: "What do you mean?"
Kona með risastór gleraugu: "Well, I mean, how do they know when to go to bed when the sun is always shining?"
Innskot frá ritara: Kannski þegar klukkan er komin á háttatíma eða þegar maður er þreyttur?
-----------------------
Málfarslegar villur útlendinga eitt
Ogguponsulítil japönsk kona: "Exuse me. May I borrow a toilett?"
Og í fyrsta skipti fór ég að hlægja. Þurfti að rembast við að vísa henni leiðina á klósettið án þess að hlægja og beygja mig svo niður og hlægja. Í huganum sá ég nefnilega fyrir mér mig að rogast með klósettið í fanginu til hennar og hana (u.þ.b. 4 cm. á hæð) að dröslast með klósettið út um alla Reykjavík.
-----------------------
High Five Kvöldsins: Steinar Yang Wang. Svona eiga allir viðskiptavinir að vera. Góða ferð til útlanda..
Kona í röndóttri peysu: "Yeah the midnight sun is so amazing. I've never seen anything like it"
Kona með risastór gleraugu: "Yeah it's something. It just makes me so confused. I could never be an Icelander"
Kona í röndóttri peysu: "What do you mean?"
Kona með risastór gleraugu: "Well, I mean, how do they know when to go to bed when the sun is always shining?"
Innskot frá ritara: Kannski þegar klukkan er komin á háttatíma eða þegar maður er þreyttur?
Málfarslegar villur útlendinga eitt
Ogguponsulítil japönsk kona: "Exuse me. May I borrow a toilett?"
Og í fyrsta skipti fór ég að hlægja. Þurfti að rembast við að vísa henni leiðina á klósettið án þess að hlægja og beygja mig svo niður og hlægja. Í huganum sá ég nefnilega fyrir mér mig að rogast með klósettið í fanginu til hennar og hana (u.þ.b. 4 cm. á hæð) að dröslast með klósettið út um alla Reykjavík.
High Five Kvöldsins: Steinar Yang Wang. Svona eiga allir viðskiptavinir að vera. Góða ferð til útlanda..
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Klukkan 19.25
Kolamoli: (það er kötturinn minn) Mjáááá
Mamma mín: Oh Moli, ég vildi óska að þú hættir að vera fyrir löppunum á mér
Kolamoli: Mjáááá
Mamma mín: Þú ert nefnilega ekki hundur. Hélstu að þú værir hundur? Þú ert köttur, ekki hundur
Kolamoli: Ó, þá er ég bara hættur þessu rugli.
Nei OK, hann sagði það ekki. Það hefði samt verið fyndið.
Kolamoli: (það er kötturinn minn) Mjáááá
Mamma mín: Oh Moli, ég vildi óska að þú hættir að vera fyrir löppunum á mér
Kolamoli: Mjáááá
Mamma mín: Þú ert nefnilega ekki hundur. Hélstu að þú værir hundur? Þú ert köttur, ekki hundur
Kolamoli: Ó, þá er ég bara hættur þessu rugli.
Nei OK, hann sagði það ekki. Það hefði samt verið fyndið.
föstudagur, ágúst 20, 2004
Ég er ofsalega leið
Óskað er eftir Karól í hlutastarf. Viðkomandi verður að vera eitthvað um 160 cm. á hæð, mjög grannur og með mikið krullað hár. Viðkomandi þarf að búa í minna en hálfrar mínútu göngufæri frá mér, eiga heitan pott í garðinum og stórt hús fullt af allskonar dóti. Viðkomandi þarf að hafa þekkt mig frá sjö ára aldri og hafa áhuga á því að búa til fjársjóðskort, teikna hafmeyjar og efnafræðiglös. Viðkomandi þarf ennfremur að vera ofsalega klár, svo klár að hann kemst inn í Arkitektaskólann í Danmörku (viðkomandi má þó ekki sækja um starfið og flytja svo til Danmerkur og skilja mig þar með eftir eina og yfirgefna). Mikilvægt er að viðkomandi sé mikill prófessor í eðli sínu og utan við sig. Aðrir kostir þurfa einnig að vera ákveðni, óstundvísi og óbilandi jákvæðni á lífið og tilveruna. Mikilvægt er að viðkomandi sé fullkomlega sáttur við sjálfan sig og líkama sinn og hafi tröllatrú á hverju sem hann tekur sér fyrir hendur. Skóáhugi er algerlega nauðsynlegur í starfinu sem og áhugi á hvers konar fötum, fylgihlutum og dótaríi. Einnig er nauðsynlegt að hafa áhuga á köttum og vera ekki jafn hrifin af hundum. Ekki er leyfilegt að vera með göt í eyrunum, nema þau sé gróin. Viðkomandi þarf að vera sáttur við það að mamma mín titli sig stjúpmóður verðandi Karólar. Einnig gæti viðkomandi þurft að koma einn í mat til mömmu minnar ef að viðkomandi er einn heima og ég er að vinna. Mjög nauðsynlegt er að viðkomandi sé hrifinn af grjónagraut og finnist gott að borða á Tapas barnum. Mikilvægt er að viðkomandi finnist gaman að hægja og bulla og skemmta sér, sem og hanga og gera ekki enitt nema kannski drekka kaffi eða kók. Viðkomandi þarf að vera bestastur í heimi.
Æ nei, ekki sækja um. Ég vil enga auka Karól, bara alvöru Karól. Ég lýsi hér með yfir þjóðarsorg í Ragnheiðarríki fram á mánudag.
Óskað er eftir Karól í hlutastarf. Viðkomandi verður að vera eitthvað um 160 cm. á hæð, mjög grannur og með mikið krullað hár. Viðkomandi þarf að búa í minna en hálfrar mínútu göngufæri frá mér, eiga heitan pott í garðinum og stórt hús fullt af allskonar dóti. Viðkomandi þarf að hafa þekkt mig frá sjö ára aldri og hafa áhuga á því að búa til fjársjóðskort, teikna hafmeyjar og efnafræðiglös. Viðkomandi þarf ennfremur að vera ofsalega klár, svo klár að hann kemst inn í Arkitektaskólann í Danmörku (viðkomandi má þó ekki sækja um starfið og flytja svo til Danmerkur og skilja mig þar með eftir eina og yfirgefna). Mikilvægt er að viðkomandi sé mikill prófessor í eðli sínu og utan við sig. Aðrir kostir þurfa einnig að vera ákveðni, óstundvísi og óbilandi jákvæðni á lífið og tilveruna. Mikilvægt er að viðkomandi sé fullkomlega sáttur við sjálfan sig og líkama sinn og hafi tröllatrú á hverju sem hann tekur sér fyrir hendur. Skóáhugi er algerlega nauðsynlegur í starfinu sem og áhugi á hvers konar fötum, fylgihlutum og dótaríi. Einnig er nauðsynlegt að hafa áhuga á köttum og vera ekki jafn hrifin af hundum. Ekki er leyfilegt að vera með göt í eyrunum, nema þau sé gróin. Viðkomandi þarf að vera sáttur við það að mamma mín titli sig stjúpmóður verðandi Karólar. Einnig gæti viðkomandi þurft að koma einn í mat til mömmu minnar ef að viðkomandi er einn heima og ég er að vinna. Mjög nauðsynlegt er að viðkomandi sé hrifinn af grjónagraut og finnist gott að borða á Tapas barnum. Mikilvægt er að viðkomandi finnist gaman að hægja og bulla og skemmta sér, sem og hanga og gera ekki enitt nema kannski drekka kaffi eða kók. Viðkomandi þarf að vera bestastur í heimi.
Æ nei, ekki sækja um. Ég vil enga auka Karól, bara alvöru Karól. Ég lýsi hér með yfir þjóðarsorg í Ragnheiðarríki fram á mánudag.
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
Með allt á hreinu
Ég hef nú ákveðið að ég ætla að vera stelpa þegar ég vil og kona þegar mér hentar. Mun þó oftar vera stelpa en kona þar sem það er oft svo erfitt að vera kona. Sérstaklega ef ég er eins og leiðinlegu konurnar sem koma stundum í kaffi og kökur í vinnunni. Þá vil ég frekar vera stelpa og hafa leyfi til þess að róla, sulla í pollum og leika mér. Þá er það á hreinu.
Ég horfði á Með allt á hreinu um daginn. Það er mjög langt síðan ég hef séð hana og ég var búin að gleyma því hvað hún er fyndin. Það er á hreinu að hún er ótrúlega fyndin.
Og það er líka á hreinu að ég væri dáin úr ást á Valgeiri Guðjónssyni ef að hann væri nær mér í aldri, t.d. bara árinu eldri.
Jæja, þá er búið að leysa þau mál.
Ég hef nú ákveðið að ég ætla að vera stelpa þegar ég vil og kona þegar mér hentar. Mun þó oftar vera stelpa en kona þar sem það er oft svo erfitt að vera kona. Sérstaklega ef ég er eins og leiðinlegu konurnar sem koma stundum í kaffi og kökur í vinnunni. Þá vil ég frekar vera stelpa og hafa leyfi til þess að róla, sulla í pollum og leika mér. Þá er það á hreinu.
Ég horfði á Með allt á hreinu um daginn. Það er mjög langt síðan ég hef séð hana og ég var búin að gleyma því hvað hún er fyndin. Það er á hreinu að hún er ótrúlega fyndin.
Og það er líka á hreinu að ég væri dáin úr ást á Valgeiri Guðjónssyni ef að hann væri nær mér í aldri, t.d. bara árinu eldri.
Jæja, þá er búið að leysa þau mál.
mánudagur, ágúst 16, 2004
Ekki mjög gott blogg, skirfað eftir pöntun
Bloggaðu meira sjálf Björg
Einhvernstaðar hef ég aðra heimska útlendinga sögu.. en ég man hana ekki svo að ég verð að blogga hana seinna. Engu að síður. Ég mæli hjartanlega, innilega, afsakplega með myndinni Fahrenheit 9/11. Hún er eingöngu góð. Allir sem höfðu einhverja skoðun um Írakstríðið, með eða á móti eða alveg sama, sem og heimsástandinu yfir höfuð ættu að sjá þessa mynd. Já og bara allir aðrir.
Föstudagskvöldið var feitt. Það er alltaf gaman að dansa. Ég og Björg vorum fyndnar.
Ég er með eina spurningu. Ég hef velt þessu fyrir mér ansi lengi. Er ég orðin kona? Eða get ég ennþá sagt að ég sé stelpa? Eða er ég stelpukona, konustelpa eða kostenlpua? Mér finnst mjög erfitt að átta mig á því hvort að ég sé orðin fullorðinn eður ei. Svör óskast.
Bloggaðu meira sjálf Björg
Einhvernstaðar hef ég aðra heimska útlendinga sögu.. en ég man hana ekki svo að ég verð að blogga hana seinna. Engu að síður. Ég mæli hjartanlega, innilega, afsakplega með myndinni Fahrenheit 9/11. Hún er eingöngu góð. Allir sem höfðu einhverja skoðun um Írakstríðið, með eða á móti eða alveg sama, sem og heimsástandinu yfir höfuð ættu að sjá þessa mynd. Já og bara allir aðrir.
Föstudagskvöldið var feitt. Það er alltaf gaman að dansa. Ég og Björg vorum fyndnar.
Ég er með eina spurningu. Ég hef velt þessu fyrir mér ansi lengi. Er ég orðin kona? Eða get ég ennþá sagt að ég sé stelpa? Eða er ég stelpukona, konustelpa eða kostenlpua? Mér finnst mjög erfitt að átta mig á því hvort að ég sé orðin fullorðinn eður ei. Svör óskast.
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Það er gaman...
... að vakna við "Are you gonna be my girl?" með Jet. Það gerði ég á fimmtudagsmorguninn
... að fara í skemmtilegt partý. Það gerði ég á laugardaginn
... að hitta fólk sem maður hittir of sjaldan. Það gerði ég í gær og á laugardaginn
... að vera kvenleg. Það gerði ég í síðustu viku
... að þjóna skemmtilegum viðskiptavinum. Það gerði ég í kvöld
... að búa til kandíflos heima hjá Bryndísi. Það gerði ég í gær
... að hugsa um Brasilíu. Það geri ég mjög oft
... að borða beyglu með camembert og sultu. Það gerði ég í hádeginu
... að búa til gott kaffi. Það geri ég stundum
... að hlusta á N*E*R*D. Það gerði ég á laugardaginn (high five fyrir Tobba)
... að hoppa á trampolíni. Það vona ég að ég geri bráðum
... að fara í vatnsrennibraut. Það ætla ég að gera á morgun
Svo er sumt sem er ekki gaman og þess vegna ætla ég ekki að skrifa um það.
... að vakna við "Are you gonna be my girl?" með Jet. Það gerði ég á fimmtudagsmorguninn
... að fara í skemmtilegt partý. Það gerði ég á laugardaginn
... að hitta fólk sem maður hittir of sjaldan. Það gerði ég í gær og á laugardaginn
... að vera kvenleg. Það gerði ég í síðustu viku
... að þjóna skemmtilegum viðskiptavinum. Það gerði ég í kvöld
... að búa til kandíflos heima hjá Bryndísi. Það gerði ég í gær
... að hugsa um Brasilíu. Það geri ég mjög oft
... að borða beyglu með camembert og sultu. Það gerði ég í hádeginu
... að búa til gott kaffi. Það geri ég stundum
... að hlusta á N*E*R*D. Það gerði ég á laugardaginn (high five fyrir Tobba)
... að hoppa á trampolíni. Það vona ég að ég geri bráðum
... að fara í vatnsrennibraut. Það ætla ég að gera á morgun
Svo er sumt sem er ekki gaman og þess vegna ætla ég ekki að skrifa um það.
föstudagur, ágúst 06, 2004
Heimsku heimsku útlendingar
Ragnheiður: "So can I take your order?"
Yngri stelpa: "Um, I was wondering about the lobstertails, what does this... a la Lekjerbrekka.. mean?
Ragnheiður: "Well it's our way to cook it. It's garlic-roasted"
Eftir forrétt og aðalrétt
Ragnheiður: "Would you like to have a look at my desert menu?"
Mamman: "Yes ofcourse"
Fjölskyldan les eftirréttaseðilinn
Ragnheiður: "So can I get you any deserts?"
Eldri stelpan: "Um, I don't get one thing. Your basket with homemade icecream and fruit a la Lekjerbrekka..."
Ragnheiður: "Yes?"
Eldri stelpa: "So, does that mean that it's... garlic-roasted?"
Ragnheiður: "So can I take your order?"
Yngri stelpa: "Um, I was wondering about the lobstertails, what does this... a la Lekjerbrekka.. mean?
Ragnheiður: "Well it's our way to cook it. It's garlic-roasted"
Eftir forrétt og aðalrétt
Ragnheiður: "Would you like to have a look at my desert menu?"
Mamman: "Yes ofcourse"
Fjölskyldan les eftirréttaseðilinn
Ragnheiður: "So can I get you any deserts?"
Eldri stelpan: "Um, I don't get one thing. Your basket with homemade icecream and fruit a la Lekjerbrekka..."
Ragnheiður: "Yes?"
Eldri stelpa: "So, does that mean that it's... garlic-roasted?"
mánudagur, ágúst 02, 2004
Heimsku útlendingar
Smámælta konan: "I saw this poster for a stand up show here in Iceland about Bush"
Sólbrennda konan: "Really? Well I've been wondering if they know a lot about him here in Iceland"
Smámælta konan: "Well they seem to here in Reykjavík. I just don't understand how they know who Bush is all the way up in Húsavík!"
Rangeygði maðurinn: "Maybe they heard what he said about the fish"
Sólbrennda konan: "What did he say about the fish?"
Rangeygði maðurinn: "That fish and man could live in peacful harmony"
Smámælta konan: "Yeah, that might explain it!"
Og ég er ekki að grínast!
P.S. Og hvað er gellan að bulla með stand up show um Bush?
Smámælta konan: "I saw this poster for a stand up show here in Iceland about Bush"
Sólbrennda konan: "Really? Well I've been wondering if they know a lot about him here in Iceland"
Smámælta konan: "Well they seem to here in Reykjavík. I just don't understand how they know who Bush is all the way up in Húsavík!"
Rangeygði maðurinn: "Maybe they heard what he said about the fish"
Sólbrennda konan: "What did he say about the fish?"
Rangeygði maðurinn: "That fish and man could live in peacful harmony"
Smámælta konan: "Yeah, that might explain it!"
Og ég er ekki að grínast!
P.S. Og hvað er gellan að bulla með stand up show um Bush?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)